Spurningar úr þjóðfundi um stjórnlagaþing

Tilraun til stjórnlagaþings fór fram fyrr á þessu ári. Þátttakendur voru um 50 manns, flestir áhugamenn um nýja Íslenska stjórnarskrá. Markmiðið með fundinum var að athuga hvernig þetta form hentaði þessu umfjöllunarefni, og ég held að flestir hafi verið sammála um að vel hafi tekist til og margt lærst. 

Eitt af aðalatriðunum var að fá ekki svör um hvað ætti að vera í stjórnarskránni, heldur spurningar sem þyrfti að svara áður en eða á meðan á vinnu stjórnarskrárinnar hæfist. Hér eru þær spurningar útlistaðar, en það skal bæði tekið fram að ekki er nándar nærri um tæmandi lista að ræða, heldur aðeins sýnishorn af hvað svona fundur gæti skilað, og að þetta var lokaafurð fundarins, en til að komast að þessum spurningum var farið í gegnum áhugaverðan feril sem skildi eftir sig mikið efni, sem ekki kemur hér fram.

Það er mín von, sem og annarra skipuleggjenda þessa viðburðar, að þessi gögn geti hjálpað, og að reynsla okkar og þeirra sem viðstaddir voru verði til gagns. 

 

Verklag

  1. Á stjórnarskráin að vera – og hvernig má þá tryggja:
    1. Á mannamáli
    2. Ótvíræð
    3. Sveigjanleg
    4. Tímalaus
    5. Tæmandi

Almennt

  1. Þarf að taka fullveldi sérstaklega fram?
  2. Hvert er hlutverk stjórnarskrárinnar?
  3. Hvað er stjórnarskráin?
    1. Samfélagssáttmáli?
    2. Stjórnskipunarrit?
  4. Hver er stjórnarskrárgjafi?
    1. Þjóðin
    2. Alþingi
    3. Dómstólar
  5. Hvert er hlutverk stjórnarskrárinnar?
    1. Vera rammi utan um löggjöf
    2. Stjórnskipun
    3. Tryggja réttindi
    4. Annað
  6. Hvernig tengist stjórnarskráin alþjóðlegum skuldbindingum?
  7. Hvernig er hægt að tryggja almenna þekkingu á stjórnarskránni?
  8. Þarf að setja reglur um starfsemi stjórnmálaflokka og hagsmunafélaga?

Grunngildi

  1. Á skilgreining hugtaka heima í stjórnarskránni eða vera viðhengi við hana?
  2. Á að festa og þá hvernig Hvernig festum við grunngildin í stjórnarskrá?

Vald

  1. Hvaða stjórnarfyrirkomulag á að vera?
    1. Fulltrúalýðræði?
    2. Forseta?
    3. Einræði?
    4. Beint lýðræði?
    5. Annað?
  2. Hvernig er „vald“ kosið / valið / ráðið?
  3. Þarf að skilgreina í stjórnarskrá fyrir valdaaðila hverjar eru:
    1. Réttindi
    2. Skyldur
    3. Ábyrgðir
    4. Markmið
    5. Takmarkanir

Þjóðhöfðingi

  1. Þarf þjóðhöfðingja?
    1. Hvernig?
    2. Nefnd?
    3. Einstakling?
  2. Hvernig á að velja þjóðhöfðingja?
    1. Með beinni kosningu?
    2. Löggjafarvaldið?
    3. Framkvæmdavaldið?
    4. Dómsvaldið?
    5. Annað?
  3. Hvert á valdssvið þjóðhöfðingja að vera?

Öryggisventlar

  1. Á að vera möguleiki fyrir neyðarrétt þjóðarinnar?
  2. Hver er réttur einstaklinga gagnvart meirihluta?

Lýðræði

  1. Á að tilgreina aðferð við kosningar, svo sem að leyfa rafrænar kosningar?
  2. Hvernig tryggjum við vald fólksins?
  3. Hverjir eiga að hafa kosningarétt?

Kosningar

Ef á að kjósa…

  1. Á kjördæmaskipting yfirleitt heima í stjórnarskrá?
    1. Ef svo er, hvernig á kjördæmaskipan að vera?
      1. i.      Á landið að vera eitt kjördæmi?
  2. Hversu margir fulltrúar eiga að sitja á Alþingi?
  3. Hve langt á kjörtímabilið að vera?
  4. Á vægi atkvæða að vera jafnt?
  5. Á að leyfa persónukjör og má það vera þvert á flokka?

Þjóðaratkvæðagreiðslur

  1. Í hvaða tilfellum á að halda þjóðaratkvæðagreiðslur?
    1. Alþingi ákveður
    2. Ákveðinn hluti þjóðarinnar óskar eftir
    3. Allar lagasetningar?
    4. Breytingar á stjórnarskrá?

Stjórnlagaþing

  1. Á stjórnlagaþing að vera reglulegt?
    1. Á ákveðnum fresti
    2. Þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, td. þing eða ákveðinn hluti þjóðar óskar eftir
  2. Hvernig á að velja á stjórnlagaþing?
    1. Kjósa
    2. Af handahófi
  3. Hvernig á að skilgreina fjölda þátttakenda?
    1. Sem hlutfall af þjóð
  4. Á að tryggja framtíð stjórnlagaþings?
    1. Í stjórnarskránni
    2. Með lögum
  5. Hvernig tryggjum við aðkomu allra við gerð og endurskoðun stjórnarskrárinnar?
  6. Breytist stjórnarskráin með breyttu samfélagi?

Dómstólar

  1. Hvernig á að velja dómara?
    1. Eiga þingnefndir að kjósa?
    2. Á Alþingi að skipa?
      1. i.      Hæstaréttardómara
    3. Á að kjósa í almennum kosningum?
  2. Þarf sérstakan stjórnlagadómstóll?
  3. Hvernig er sjálfstæði og hæfni dómsvalds tryggt?
  4. Hversu mörg eiga dómstig að vera?
  5. Á að skipa kviðdóm?

Framkvæmdavald

  1. Á að kjósa framkvæmdavald beinni kosningu?
    1. Ef svo er á að kjósa verkstjóra/forsætisráðherra fyrst?
    2. Á verkstjóri/forsætisráðherra að skipa stjórn?
  2. Eiga ráðherrar að vera þingmenn?
  3. Á að vera hámarkstími í stóli ráðherra?

Löggjafarvald

  1. Hvernig er tryggt að öll sjónarmið og skoðanir komi fram hjá löggjafarvaldi?
  2. Hvert er lagasetningarferlið?

Mannréttindi

  1. Eiga að vera ákvæði um mannréttindi í stjórnarskrá, og þá hvaða?
  2. Eiga að vera ákvæði um jafnrétti í stjórnarskrá?

Velferð

  1. Eiga að vera ákvæði um velferðarmál í stjórnarskránni og þá hvaða?

Frelsi

  1. Eiga að vera ákvæði um frelsi í stjórnarskránnig, og þá hvaða?
    1. Á skilgreiningin á frelsi að vera jákvæð eða neikvæð?

Persónuvernd

  1. Hvaða skilgreiningu á friðhelgi þarf í stjórnarskránni varðandi persónuvernd?

Eignarréttur

  1. Eiga að vera ákvæði um eignarrétt í stjórnarskránnig? Ef svo er hvaða?
  2. Er eignarréttur í núverandi mynd úreltur?
  3. Hvernig skilgreinum við eignarétt einstaklings?
  4. Hvernig skilgreinum við eignarétt ríkis?

Þjóðkirkja

  1. Á að vera þjóðkirkja?

Gagnsæi

  1. Hver á að hafa eftirlit með hverjum?
  2. Á að tryggja tjáningarfrelsi? Hverra?
  3. Eiga opinber gögn að vera opin?
  4. Er gegnsæi tryggt?
  5. Eiga störf þingnefnda að vera opnari?
  6. Hvernig á að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og viðhafa gagnsæi í stjórnsýslunni?
  7. Í hversu miklum mæli eiga opinber gögn að vera opin?
  8. Hvernig geta eftirlitsaðilar verið vörn almennings gegn valdi?
  9. Hvernig má tryggja aðgang almennings að öllum upplýsingum?

Auðlindir

  1. Hvernig eru auðlindir skilgreindar?
  2. Hvernig förum við með auðlindir sem erfast milli kynslóða?
  3. Eiga auðlindir að vera í þjóðareign?
  4. Ef auðlindir eiga að vera í þjóðareign,  hvaða auðlindir?
  5. Skulu vera ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd?
  6. Ef ákvæði um náttúruvernd eru í stjórnarskrá þarf að taka tillit til atvinnufrelsis og verðmætasköpunar?
  7. Er aðgengi að tilteknum auðlindum mannréttindi?
  8. Á að tryggja öllum aðgang að hreinu neysluvatni í stjórnarskránni?

Alþjóðavettvangur

  1. Þarf að takmarka rétt ríkisins til að framselja löggjafar-, framkvæmda- og/eða dómsvald?
  2. Hver er ábyrgð Íslands í alþjóðasasmfélaginu?
  3. Hvernig á að hátta milliríkjasamskiptum?
  4. Hversu langt má ríkið ganga við gerð alþjóðasamninga?
  5. Á Ísland að hafa sjálfbærni í alþjóðasamfélaginu að leiðarljósi?
  6. Má Ísland taka þátt í stríðsátökum?
  7. Á að vera ákvæði í stjórnarskrá um herlaust Ísland og bann við því að segja öðrum ríkjum stríð á hendur?
  8. Á Ísland að standa utan hernaðarbandalaga?
  9. Á að hafa hlutleysisákvæði?

Menning

  1. Eiga að koma fram ákvæði um menningu landsmanna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það mætti nota einhvað úr bandarísku stjórnarskránni og Bill of rights.

Valdimar Samúelsson, 22.8.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 437

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband