Að gera upp hug sinn

Nú er komið að þeirri goðsagnakenndu stund að "kjósendur geri upp hug sinn". Stjórnmálamenn tala um þetta í ræðum og í sjónvarpi hvenær sem færi gefst á. Kjósendur eru að gera upp hug sinn um tvennt: Fortíðina og framtíðina. Hvorugt er sérstaklega bjart því miður.

Skoðum því hvað hugur okkar (allavega minn) hefur sagt undanfarin fjögur ár. 

1. Stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir völdum. Þetta sannast best á makalausum borgarstjórnarballet sem hefur verið dansaður, með eða án Villa, síðustu fjögur árin. REI málið, golfvallarmálið, spillingarmálin, pólitískar ráðningar, nám í Edinborg á fullum launum, flótti til Malavi, flótti yfir í Alþingi (var fólkið ekki kosið til fjögurra ára?), flótti frá kjósendum.

2. Stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir völdum. Fólki í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og síðast Samfylkingunni hefur tekist að fyrirgera trausti almennings á þessari stétt til langframa með því að setja þjóðina á hausinn. Þrátt fyrir yndislegar yfirlýsingar um að líta í eigin barm hefur engin borið ábyrgð ennþá. Steinunn Valdís sýnir þó gott fordæmi á síðustu metrunum. Það er kristaltært að þessi stétt einstaklinga er siðlaus. Þau eiga öll að fara og leyfa fólki sem ekki er uppalið í flokkakerfinu að komast að til að fá nýjan og betri anda og venjur í stjórnmál á Íslandi. Hér eru Vinstri Grænir góðfúslega undanskildir - í bili að minnsta kosti.

3. Stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir völdum.  Dæmin sanna að stjórnmálamenn gera hvað sem er fyrir völd. Munið eftir þegar Ingibjörg Sólrún lofaði að fara ekki í landsmálin? Hún gerði það samt. Muniði eftir þegar Ingibjörg Sólrún fór með ESB sem helsta kosningamál í þarsíðustu alþingiskosningar og hætti svo við alltsaman til að fá ráðherrastól? Þá fór hún umsvifalaust að spreða milljónatugum í gæluverkefni Halldórs Ásgrímssonar að koma sér eða sínum í eitthvað herráð í útlöndum. Muniði þegar Davíð Oddsson og Haldór Ásgrímsson komu okkur í stríð gegn okkar vilja? Muniði þegar Sif Friðleifs var umhverfisráðherra og fannst Kárahnjúkasvæðið "ekkert spes" og lét drekkja því? Muniði þegar Sjálfstæðisflokkurinn dubbaði Ólaf F. í sjakket og setti borgarstjórahúfuna á hann? Eða eruð þið búin að gleyma þessu öllu?

Lítum þá til framtíðar:

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að hækka útsvar. Hann ætlar hins vegar að hækka gjaldskrár. Frábært - loksins réttlæti. Hann ætlar að vinna saman með öllum flokkum. je-right. Ég er hvorki meira né minna en laf-dauð-skíthræddur að Sjálfstæðisflokkurinn geri það sem hann er vanur að gera: hygla vinum sínum, stunda óábyrga fjármálastefnu og kalla það stöðugleika og kenna svo öðrum um.

Samfylkingin ætlar að fókusera á atvinnumál. Fínt. Nema mig grunar að Steinunn Valdís verði fyrsti umsækjandinn til að fá það djobb sem hún kýs. Vá hvað ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Pólitískar ráðningar ætti að vera Ólympíugrein, því þá fengjum við íslendingar örugglega gull. Hér áður fyrr þurfti maður að vera í réttum flokki til að fá lán í banka. Nú þarf maður að vera í réttum flokki til að fá vinnu.

Vinstri Grænir eru gott fólk. VG er þó flokkur eins og hinir flokkarnir, en með langheilbrigðustu hugmyndafræðina. Þau eru hins vegar með steintröll eins og Jón Bjarnason innbyrðis, sýndu fádæma dómgreindarskort með því að senda gamlan pólitíkus í Icesave viðræðurnar í stað reyndra samningamanna og eru nú komin á fullt í sjálfréttlætingarleikinn á þingi. Ég vona heitt og innilega að þau taki sig á, en eins og staðan er núna á fólk eins og Lilja Mósesdóttir ekkert heima í þessum flokki.

Framsóknarflokkurinn. Ég ætla ekkert að segja um trúverðugleika Framsóknarflokksins. Verk hans dæma þann flokk í gröfina. Megi hann hvíla í friði.

Besti flokkurinn. Ég hef ekki leynt hrifningu minni á þessu framtaki. Þegar horft er til fortíðar er ekkert sem hægt er að setja út á. Þegar horft er til framtíðar sér maður von um ný, frasalaus vinnubrögð með samvinnu við annað venjulegt fólk. Ég held að tilkoma Besta flokksins í borgarstjórn verði eins og ferskur andblær.

Frjálslyndi flokkurinn. Því miður hefur þeim ekki tekist að koma sínum málum á framfæri.

Reykjavíkurhreyfingin. Baldvin Jónsson kom frábærlega frá kosningaþættinum í RÚV í gær. Hér er framtíðarmaður á ferð. Engin lík í farangrinum - bara ágætlega frjóar hugmyndir um hvað skuli gera á næstu árum. Ég vona að Baldvin komist í borgarstjórn.

Ólafur F. No comment.

Í dag gera kjósendur upp hug sinn. Svo vilja hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir "fá frið" til að stjórna næstu fjögur árin. Það þýðir að kjósendur eigi að halda sér á mottunni. Ég vil ekki þannig áfram. Ég vil breytingar og nýtt blóð (ekki Framsóknarblóð þó). Ég treysti ekki fólki úr stjórnmálaskólum flokkana. Ég vil allskonar breytingar. Og nú er tækifærið fyrir mig að koma þeim að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þú gleymir að segja frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að hækka útsvar fyrr en menn sjá fram úr kreppunni. Gjöld hafa ekki verið hækkuð í Reykjavík.

í Reykjavík hefur verið keyrð mjög ábyrg fjármálastefna eftir hrun, það hefur skipt miklu máli í Reykjavík að hér hafa stjórnmálin verið hafin yfir dægurþras og menn hafa unnið úr því að leysa málin.

Það þurfti því ekki Besta Flokkin við. Skortur á svörum hans í gær best hvað þeir hafa littla þekkingu á því sem þeim eru að bjóðast til að taka sér fyrir hendur.

TómasHa, 29.5.2010 kl. 11:09

2 Smámynd: Daði Ingólfsson

Tómas. Þú gleymir því að Sjálfstæðisflokkurinn er samsafn spilltra sérhagsmunapotara sem hefur komið landinu á hausinn. Svör Jóns í gær voru einlæg og ópólitísk. Ég vil sérstaklega benda á svar hans um flugvöllinn sem allir virtust hafa svo takmarkalaust vit á í þættinum: "Ég hef aldrei flutt flugvöll áður". Þetta kýs ég.

Daði Ingólfsson, 29.5.2010 kl. 11:31

3 identicon

"Skortur af svörum" lesist engir frasar á reiðum höndum. Það að geta bullað upp úr sér innihaldslitlum setningum um að "standa vörð um yngstu kynslóðina" og "velferð fyrir aldraða" tel ég fólki ekki til tekna.

"mjög ábyrg fjármálastefna" Það sem þú sérð sem "ábyrga fjármálastefnu" sé ég sem niðurskurð sem bitnar á velferð og hagsmunum t.d. yngstu kynslóðarinnar. Það að skera niður afleysingar á leikskólum og undirbúningstíma leikskólakennara þýðir m.a. að; A - kennarar þurfa að sjá um fleiri börn en þeir ráða við og voðinn er vís. B - kennarar sleppa undirbúningnum og það kemur þá niður á faglegu starfi, C - börn eru send heim og það bitnar á þjóðfélaginu sem heild því þá þarf fólk að taka sér frí úr vinnu til að vera heima með börnin, svona mætti lengi telja og þetta er ekki eini niðurskurðurinn sem bitnar á yngstu kynslóðinni.

Þar fyrir utan: golfvöllur fyrir atvinnulausa, uppkaup á "skipulagsreitum í miðbænum" = "mjög ábyrg fjármálastefna" ég held ekki.

Friðgeir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:33

4 Smámynd: TómasHa

Er það virkilega sem við viljum, fólk sem hefur ekki kynnt sér málin? Veistu um marga sem hafa flutt flugvelli? Er það góð afsökun fyrir því að kynna sér ekki málin?

TómasHa, 29.5.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Daði Ingólfsson

Tómas. Munurinn er að gömlu flokkarnir tala eins og þeir flytji flugvelli á hverjum degi því það er lingóið. Útgangspunktur Jóns er að hann hafi ekki flutt flugvelli. Það finnst mér heilbrigt.

Daði Ingólfsson, 29.5.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband