Samþykktir (lög) Hreyfingarinnar

Félagið heitir Hreyfinginog er starfsvæði þess Ísland. Heimili Hreyfingarinnar og varnarþing er íReykjavík.

Hreyfingin skal lútalögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og umupplýsingaskyldu þeirra. Öll fjármál Hreyfingarinnar skulu vera opinber ogaðgengileg almenningi.

Markmið

1.  Markmið Hreyfingarinnar er að koma málefnum fyrirliggjandistefnuskráar í framkvæmd og hún skal leggja sig niður og hætta störfum þegarmarkmiðunum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verði ekki náð. Þessarigrein má einungis breyta með samþykki að lágmarki 9/10 atkvæða á landsfundi.

2.  Aukamarkmið Hreyfingarinnar er að aðstoðagrasrótarhreyfingar á Íslandi.

3.  Hreyfingin býður fram til alþingiskosningatil að ná fram markmiðum sínum.

Skipulag

Framkvæmdastjóri

1.  Þegar fjárráð leyfa skal Hreyfingin ráðaframkvæmdastjóra. Starfslýsing hans er eftirfarandi:

  • Framkvæmdastjóra ber að starfa með grasrótarhreyfingum á Íslandi og hjálpa þeim að koma boðskap sínum á framfæri:
    • við þingmenn Hreyfingarinnar.
    • við þingmenn annarra stjórnmálaafla.
    • við aðra grasrótarhópa.
    • við stofnanir og fyrirtæki eftir því sem þurfa þykir.
    • við almenning í gegnum fjölmiðla og rafræna miðla.
  • Framkvæmdastjóra ber að auðvelda grasrótarhópum starfsemi sína með því að útvega fundaraðstöðu og annað sem þarf og er á færi Hreyfingarinnar auk þess að miðla reynslu annarra hópa.
  • Framkvæmdastjóra ber að halda utan um hópa sem vilja starfa fyrir Hreyfinguna á einn eða annan hátt og halda opnum samskiptaleiðum á milli þeirra og annarra sem tengjast Hreyfingunni.
  • Framkvæmdastjóra ber að sjá um fjármál Hreyfingarinnar, bæði uppgjör og áætlanir.
  • Framkvæmdastjóra ber að skipuleggja atburði sem tengjast stefnumálum Hreyfingarinnar s.s.:
    • auglýsa eftir framboðum á vegum Hreyfingarinnar til nýrra alþingiskosninga ef þurfa þykir.
    • skipuleggja opinn landsfund Hreyfingarinnar.
    • aðrir atburðir.

2.  Framkvæmdastjóri skal ráðinn á faglegumforsendum ofannefndrar starfslýsingar af þeirri af þremur stærsturáðningarstofum landsins hverju sinni er best býður í verkið. Önnur ráðningarstofaeða fagaðili skal skila mati á störfum framkvæmdastjóra mánuði fyrir landsfundeða þegar stjórn Hreyfingarinnar óskar sérstaklega eftir því. Ef matsaðilinnmetur framkvæmdastjórann vanhæfan til að starfa áfram skal honum sagt upp ognýr framkvæmdastjóri ráðinn í hans stað á sama hátt og áður er getið, þó ekkiaf þeirri ráðningarskrifstofu sem mat fráfarandi framkvæmdastjóra vanhæfan.

3.  Ekki skal haldið sérstaklega utan umfélagaskrá Hreyfingarinnar.

4.  Framkvæmdastjóri hefur ekki atkvæðisrétt íneinu máli sem kosið er um á vegum Hreyfingarinnar og skal ekki hafa frumkvæðiað stofnun hópa innan hennar. Framkvæmdastjóri skal einnig leitast við að verahlutlaus í öllum málum.

5.  Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegu starfiHreyfingarinnar og er talsmaður hennar.

6.  Framkvæmdastjóri skal gæta trúnaðar gagnvartHreyfingunni í störfum sínum.

Stjórn

1.  Stjórn Hreyfingarinnar skal mynduð af fjórumaðalmönnum auk fjögurra varamanna. Aðalmenn og varamenn sitja í tvö ár í senn.Tveir nýir aðalmenn og tveir nýir varamenn skulu kosnir í stjórn ár hvert.

Á fyrsta kjörtímabilistjórnar skulu fjórir aðalmenn og fjórir varamenn kosnir, en þeir tveiraðalstjórnarmanna með fæst atkvæði á bak við sig skulu víkja að ári liðnu ogvaramenn taka þeirra stað.

Þingmenn og fyrstuvaraþingmenn skulu ekki taka þátt í kjöri til stjórnar.  Nú nær stjórnarmaður kjöri til þingmennsku þáskal varamaður taka sæti hans.

Að auki skal stjórninskipuð einum þingmanni Hreyfingarinnar sé þingstyrkur fyrir hendi.Þingmennirnir skulu skipta jafnt með sér stjórnarsetu, eitt ár í senn.

2.  Stjórnin skal hittast minnst einu sinni ímánuði. Til stjórnarfundar skal boða alla stjórnarmenn með minnstsólarhringsfyrirvara.

3.  Stjórnin skal leitast við eftir fremsta megniað vera sammála í niðurstöðum sínum. Náist ekki samstaða um mál skal því frestað til næsta stjórnarfundar ogþá skal málið afgreitt.

4.  Stjórn skal bera ábyrgð á fjárreiðumHreyfingarinnar, skuldbindingum hennar og fullnustu þeirra. Stjórnin skal ekkifela öðrum en framkvæmdastjóra fjárreiður eða ábyrgð á rekstri Hreyfingarinnar.

6.  Til að ákvarðanir stjórnarfundar séu lögmætarskulu að lágmarki 3/5 hluti stjórnar sitja fundinn. Fundargerðir stjórnarfunda,þar með talið fundir stjórnar og þinghóps, skal birta á netinu strax að fundiloknum og athugasemdir við þær skulu vera opinberar.

7.  Stjórnin skal gæta trúnaðar gagnvartHreyfingunni í störfum sínum.

8.  Stjórnarmönnum er heimilt að gegnastjórnarsetu í mesta lagi tvö ár samfellt, með tveggja ára hléi þar áeftir.  Enginn skal sitja í stjórn lenguren samtals fjögur ár.  Stjórnarseta skalvera launalaust sjálfboðastarf án nokkurra fríðinda. Leitast verður við aðjafna ferðakostnað.

Nefndir

1.  Landsfundarnefnd er eina fasta nefndHreyfingarinnar. Öllum er heimilt að taka þátt í henni.  Landsfundarnefnd skal vinna meðframkvæmdastjóra að skipulagningu landsfundar.

2.  Aðrir sem vilja starfa að þeim málefnumHreyfingarinnar sem koma fram í stefnuskrá eða aðstoða við innra starf getamyndað hópa innan hennar og skulu njóta stuðnings framkvæmdastjóra við störfsín.

3.  Hópar, eða meðlimir hópa tengdir Hreyfingunnieru ekki talsmenn hennar.

Landsfundur

1. Landsfundur hefuræðsta vald í öllum málum Hreyfingarinnar. Allir sem hafa kosningarétt samkvæmtgildandi lögum um kosningar til Alþingis hafa seturétt, málfrelsi, tillöguréttog kosningarétt á landsfundi Hreyfingarinnar.

Þessari grein má einungisbreyta með samþykki að lágmarki 9/10 atkvæða á landsfundi.

2.  Landsfund skal halda einu sinni á ári. Þarskal kosið um hvort Hreyfingin verði lögð niður, og nægja tveir þriðju hlutaratkvæða til þess. Að öðru leyti setur framkvæmdastjóri dagskrána í samstarfivið landsfundarnefnd Hreyfingarinnar.

3. Landsfundur skalhaldinn að minnsta kosti á tveggja ára fresti. Auk þess skal boða tillandsfundar óski tveir af fimm stjórnarmönnum þess. Einnig er hægt að kallafram landsfund með undirskriftum sem telja 7% af atkvæðafjölda á bak viðþingmenn Hreyfingarinnar. Landsfundur er löglegur ef til hans er sannanlegaboðað með sex vikna fyrirvara. Í landsfundarboði skal koma fram dagskrá fundarog breytingartillögur á samþykktum þessum sem leggja á fyrir fundinn.  Framkvæmdastjóri eða stjórn skal boða tillandsfundar.

4.  Landsfund skal boða með tilkynningu á vefsíðuHreyfingarinnar, með tölvupósti á alla skráða netfangalista á vegumHreyfingarinnar og með auglýsingu í að minnsta kosti einum útbreiddumprentmiðli. Stjórn hefur heimild til að fresta landsfundi um viku frá auglýstridagsetningu.

5.  Landsfundur samþykkir fundarsköp og skallandsfundi og öðrum fundum Hreyfingarinnar stjórnað í samræmi við þau.

6.  Boða skal til aukalandsfundar óski tveir affimm stjórnarmönnum þess. Einnig er hægt að kalla fram aukalandsfund með undirskriftumsem telja 7% af atkvæðafjölda á bak við þingmenn Hreyfingarinnar.Aukalandsfundur er löglegur ef til hans er sannanlega boðað með tveggja viknafyrirvara.

Reglur um aukalandsfunderu samhljóða reglum um landsfund nema óheimilt er á aukalandsfundi að breyta samþykktumþessum.

7.  Á landsfundi skulu kjörnir tveir fulltrúar ístjórn og tveir til vara til tveggja ára í senn.

Hver kjósandi skal skrifanöfn fjögurra eða færri frambjóðenda til stjórnar á kjörseðil. Atkvæði skulutalin fyrir opnum tjöldum. Þeir tveir sem hljóta flest atkvæði skulu teljastrétt kjörnir í stjórn. Næstu tveir að atkvæðavægi taka sæti í varastjórn. Allirsem hafa kosningarétt samkvæmt gildandi lögum um kosningar til Alþingis getagefið kost á sér til setu í stjórn.

Þinghópur

1.  Hlutverk þingmanna er að vinna að stefnumálumHreyfingarinnar á Alþingi.

2.  Í öllum málum skulu þingmenn vera í tengslumvið þau grasrótaröfl sem hafa með viðkomandi málaflokk að gera. Þingmenn skuluboða til opins fundar a.m.k. einu sinni í mánuði. Slíkir fundir skulu einnighaldnir utan höfuðborgarsvæðisins þegar hægt er.

Starfsfólk

1.  Framkvæmdastjóri skal ráðinn þegar fjárráðleyfa til að sjá um daglegan rekstur Hreyfingarinnar auk annarra verkefna sbr.starfslýsingu. Framkvæmdastjóri getur ráðið starfsmenn í samráði við stjórn.Allir trúnaðarmenn Hreyfingarinnar (þ.m.t. þingmenn, stjórn ogframkvæmdastjóri) skulu gera grein fyrir tengslum sínum við fólk og fyrirtæki semþiggja greiðslu frá Hreyfingunni.

2. Stjórn Hreyfingarinnarskal semja við framkvæmdastjóra um laun sem skulu þó eigi vera hærri enþrefaldur lægsti taxti ríkisstarfsmanna.

3.  Framkvæmdarstjóri skal semja við annaðstarfsfólk um laun sem skulu þó eigi vera lægri en eins og hálffaldur lægstitaxti ríkisstarfsmanna og ekki hærri en þrefaldur sami taxti.

Alþingiskosningar

1.  Hlutverk frambjóðenda til alþingiskosninga erað koma fyrirliggjandi stefnumálum Hreyfingarinnar á framfæri samkvæmt gildandilögum um kosningar.

2.  Kosningastjóri skal ráðinn á sama hátt ogframkvæmdastjóri, eigi síðar en þremur mánuðum fyrir alþingiskosningar.Stjórnin semur við kosningastjóra um laun sem skulu þó eigi vera hærri enþrefaldur lægsti taxti ríkisstarfsmanna.

3.  Allir kjörgengir Íslendingar geta gefið kostá sér á framboðslista í hvaða kjördæmi sem er. Framboðsfrestur rennur út áttavikum áður en skila þarf framboðslistum til kjörstjórna. Þegar framboðsfresturrennur út skal kosningastjóri kanna í hvaða kjördæmi og sæti frambjóðendurvilja bjóða sig fram og gera drög að framboðslista eftir þeirra óskum. 

Eigi síðar en sjö vikumfyrir kosningar skal kosningastjóri boða til opins fundar sem ákveður endanlegauppröðun framboðslistana.  Í fundarboðiskal koma fram dagskrá fundar og drög að framboðslistum. Á fundinn skal boðameð tilkynningu á vefsíðu Hreyfingarinnar, með tölvupósti á alla skráðanetfangalista á vegum Hreyfingarinnar og með auglýsingu í að minnsta kostieinum útbreiddum prentmiðli. Allir sem hafa kosningarétt samkvæmt gildandilögum um kosningar til Alþingis hafa þar auk seturéttar, málfrelsi, tillöguréttog kosningarétt.

Við ákvörðun á uppröðunframboðslista skal fundurinn starfa í anda jafnræðis hvað varðar kyn, aldur ogbúsetu. Ef alþingiskosningar bera brátt að má kosningastjóri í samráði viðstjórn hliðra til tímamörkum eins og nauðsyn krefur.

Þessari grein má einungisbreyta með einróma samþykki landsfundar.

Dagskrá fundar semákveður framboðslista skal vera:

1. Kosning fundarstjóra

2. Kynning á drögumframboðslista

3. Umræður um uppröðunframboðslista

4. Breytingar áframboðslistum

5. Kosning umframboðslista

Fjárreiður

1.  Hreyfinguna má ekki skuldsetja meðlántökum.  Þó má taka skammtímalán efalgerlega er tryggt að tekjur Hreyfingarinnar geti staðið undir því.

2.  Framkvæmdastjóri Hreyfingarinnar skal gerafjárhagsáætlun um nauðsynleg fjárútlát og fjárskuldbindingar Hreyfingarinnar ákomandi almanaksári og bera undir stjórn. Öllu fé Hreyfingarinnar skal varið ísamræmi við tilgang hennar.

3.  Bókhald Hreyfingarinnar skal vera opið öllumog sýna hverjir styrkja hreyfinguna.

4.  Þeir sem fara með fjárreiður Hreyfingarinnarskulu ávallt leita tilboða sem víðast. Öll fjárútlát og fjárskuldbindingar, umfram upphæð sem miðast við lægstalaunataxta ríkisstarfsmanna, þurfa undirskrift framkvæmdastjóra og gjaldkera.

Félagsslit

1.  Þegar markmiðum Hreyfingarinnar er náð eðaaugljóst er að þeim verði ekki náð mun Hreyfingin hætta starfsemi og hún lögðniður. Þessari grein má ekki breyta nema með einróma samþykki landsfundar.

2.  Ákvörðun um slit Hreyfingarinnar verður tekiná landsfundi með atkvæðum a.m.k. 2/3 hluta fundarmanna. Við slitHreyfingarinnar skal skila afgangsfé til ríkissjóðs.

Lagabreytingar

1.  Samþykktum Hreyfingarinnar má aðeins breyta álandsfundi.

Breytingartillaga telstsamþykkt ef hún hlýtur 2/3 greiddra atkvæða á landsfundi nema annað sé tekiðfram í samþykktum þessum.

2.  Allar tillögur til breytinga á lögum þessumskulu sendar til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðun landsfundar.Allir kjörgengir Íslendingar geta lagt fram breytingartillögur á samþykktumþessum.  Stjórn skal sannanlega birtabreytingartillögurnar á vefsíðu Hreyfingarinnar og með skeyti á alla á skráðumnetfangalistum á vegum Hreyfingarinnar eigi síðar en sex vikum fyrir þann landsfundsem þær skulu teknar fyrir á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband