Ég get þetta ekki lengur...

Siðlaust fólk stjórnar þessu landi. Siðlaust fólk sem uppalið er í ungliðahreyfingum sérhagsmunaflokka - þjálfað í stjórn vs. stjórnarandstaða skrípaleiknum í Háskóla Íslands, komið til metorða innan flokksins með þátttöku í nefndum, hefur sagt já við fólkið sem er hærra uppi í metorðastiga flokkakerfisins nógu oft.

Fyrir hrun var þetta fólk við stjórnartaumana. Eftir hrun er þessi tegund af fólki við stjórnartaumana. Nemendaráðstýpurnar.

Svo kom skýrsla sem sagði þeim að þau höfðu framið stórkostleg afglöp. Þau sögðu að það væri í raun og veru ekki þau sem skýrsluhöfundar voru að tala um (en eru sammála um að skýrslan væri að öðru leyti frábær).

Þetta fólk er komið með sitt fólk í dómstólana, í gervalt embættismannakerfið og það skipar fólk í nefndir, ráð og stjórnir eftir eigin geðþótta. Fagleg sjónarmið ráða engu - hvorki nú né þá. Minni á stórfenglegar breytingar í stjórn RÚV hér um daginn... einn framsóknarmaður tekinn út - annar settur í staðinn. Allt í boði VG og Samfylkingarinnar. Enginn í stjórn þessa mikilvæga fyrirtækis hefur græna glóru um rekstur fjölmiðils.

Háskólinn er ónýtur. Hann hefur alið upp og menntað fólkið sem arðrændi okkur. Ef einhver stofnun ætti að fara í ruslflokk - þá er það Háskóli Íslands. Heimspekingar stofnunarinnar tala fjálglega um gagnrýna hugsun. Lögfræðingar stofnunarinnar tala um réttarríki. Hagfræðingar tala um stöðugleika. Stjórnmálafræðingar tala um lýðræði. Og svo tala þeir og tala og tala og tala og tala. Og á meðan þeir tala, þá fara nemendur þeirra og ræna. Þá er brugðið á það ráð að greina það sem úrskeiðis fór og tala svolítið meira. En að bregðast við og taka afstöðu... NEI. Þá færi fræðilegur trúverðugleiki þeirra. Ég spyr: hver er fræðilegur trúverðugleiki þeirra sem trúa ekki einu sinni á eigin skoðanir?

Okkur er talið í trú um að við búum í réttarríki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað ALLA hæstarréttadómara landsins. Lögin síðustu 18 árin eru samin af Sjálfstæðisflokknum eða með góðkenningu hans ef frá er talið síðasta rúma árið. Okkur er boðið að fara að lögum. Fyrirgefið - en hvernig getur staðið á því að okkur beri að fara að lögum sem spilltir, óhæfir stjórnmálamenn sömdu, sem skáru eld að eigin köku allan tímann? Fyrirgefið - en hvernig eigum við að treysta lögum sem eru samin með styrkjum frá bönkum og fjárfestingafélögum sem skófu efnahagskerfi landsins að innan og losuðu þjóðina við allar þeirra eignir? Hefði ekki verið rétt að skrifa framan á lög um fjármálastarfsemi að þau séu "í boði bankana" eins og tíðkast að spila á undan öðrum sápuóperum? Samfylkingin fór til dæmis í eitthvað makalausasta kennitöluflakk þegar kom að styrkjum til flokksins sem sést hefur - og ekki hefur einu sinni séð fyrir endan á því. Steinunn Valdís, sem nú situr sem formaður allsherjarnefndar og á að stuðla að bættu lýðræði meðal annars þáði gífurlegar upphæðir frá bönkunum í hinum ýmsu prófkjörum. Er henni treystandi til að leiða umræðuna um stjórnlagaþing, sem gæti endað í því að hún og hennar flokkur missi völd? Spyr sá sem ekkert veit - en veit þó það mikið að þau lög verða ekki að veruleika á þessu þingi, þrátt fyrir yndislegan fagurgala allra flokka þar um fyrir kosningar.

Hvað með allt þetta frelsi sem við eigum að standa uppi með eftir þessa frjálsræðisbyltingu Chicago-hópsins og hans æðsta prests hér á Íslandi? Hannes Hólmsteinn má þó eiga það að hann var sá í hinu akademíska umhverfi sem þorði að standa við sannfæringu sína og predika það sem hann hafði trú á. Skömm Háskóla Íslands að hafa ekki staðið uppi í hárinu á honum með gagnrýninni umræðu er ævarandi. En hvar er allt frelsið? Nú höfum við frelsi til að borga upp skuldir auðmanna. Við höfum frelsi til að hrópa húrra þegar svínbeygð ríkisstjórn neyðist til að hækka skatta og minnka þjónustu. Við höfum frelsi til að fara í aðra af tveimur biðröðum í neyðarhjálpinni ef við eigum ekki fyrir mat.

Við erum umkringd frelsi annarra.

Ég vil að siðlausa og vanhæfa fólkið fari úr alþingi: Allir sem eru með óhófleg lán, allir sem sátu í hrunríkisstjórninni, allir sem voru óhóflega styrktir til framboðs, allir sem láta út úr sér setningar eins og "nú er kominn tími til að hugsa um hag þjóðarinnar og láta flokkshagsmuni víkja" (hvað í andskotans fjandanum hafa þau verið að gera hingað til?).

Ég vil nýja stjórnarskrá samin af fólkinu á Íslandi.

Ég vil nýtt embættismannakerfi og endurnýjun í dómarastéttina. Ráðið á faglegum forsendum.

Ég vil ekki lifa í sýndarveruleika lengur. Ég get það ekki. Ég vil ala upp börnin mín í raunverulegum heimi með góðum gildum.

Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram.

HJÁLP!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki einn um það.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 00:57

2 identicon

 já hjálp  HJÁLP  til einhverss æðra

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2010 kl. 01:26

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fantagóður og er innilega sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.4.2010 kl. 01:48

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er alvöru gos með alvöru byggingarefni engu síður en það sem hefur verið í gangi undir Eyjafjallajökli og nú er útlit fyrir að annað sé að brjótast fram þar. Spurning hvort þjóðin gjósi ekki um leið og jörðin að þessu sinni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2010 kl. 02:10

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þú hittir naglann á höfuðið með að losna við flokkakerfið...það er rótin að öllu þessu rugli....og nú er flokkakerfið að gera það sem það gerir best; passa sjálft sig.

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ!!

Haraldur Davíðsson, 14.4.2010 kl. 02:14

8 Smámynd: ThoR-E

Tek undir hvert einasta orð.

ThoR-E, 14.4.2010 kl. 11:00

9 identicon

Sammála.

Maður reysir ekki hús á fúnum grunni.

Hér þarf að moka öllum grunninum út, og byrja upp á nýtt.

Það sem stendur helst í veginum núna, eru þær rotnu fúaspýtur 4flokka samspillingarinnar sem sitja enn á Alþingi og í Ríkisstjórn og vilja engu breyta. Því að segullinn í ráherrastólunum er sá sterkasti í heimi.

Það aftur segir mér það að kerfið er ekki að virka og aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafavalds er eitt af forgangsverkefnonum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:51

10 identicon

"Svo kom skýrsla sem sagði þeim að þau höfðu framið stórkostleg afglöp. Þau sögðu að það væri í raun og veru ekki þau sem skýrsluhöfundar voru að tala um (en eru sammála um að skýrslan væri að öðru leyti frábær)."

 Góður punktur, Daði :)

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 13:19

11 identicon

Frábært hjá þér Daði minn, flottastur

Áslaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 13:39

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og þetta með Háskólann er svoooo satt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.4.2010 kl. 15:26

13 identicon

Word is Born

Helgi Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 16:06

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hef lengi haldið fram að einstaklingskosningakerfi er eina leiðin til að koma á einhverjum breytingum. En það er náttúrulega óásættanlegt því þá - hvað gerist? Fjórflokkarnir missa völdin. Og eina leiðin til að koma einstaklingskosningakerfi á er að fjórflokkarnir samþykki það.

Furðulegt land. Og ennþá furðulegri þjóð.

Heimir Tómasson, 14.4.2010 kl. 17:02

15 identicon

Satt Heimir, þetta er nefnilega einn djöfulsins djöflahnútur og því miður er eina leiðin bara hreinlega bylting, alvöru bylting, með alvöru blóðsúthellingum. Því miður.

Þeir munu aldrei láta stólana sína af hendi með góðu.

Ég gæti öskrað í hvert sinn sem talað er við hrunvald og hann/hún byrjar að blaðra um hvað skýrslan sé nú æðislega frábær... 

Mundi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:15

16 Smámynd: Daði Ingólfsson

Varðandi einstaklingskosningakerfi, þá var persónukjörsfrumvarpið skref í rétta átt með það. Að vísu getur maður ekki kosið þvert á flokka, ekki boðið sig fram framhjá flokkakerfinu (sem persóna) og af einhverjum furðulegum ástæðum var aðeins hægt að velja helminginn af listanum (hinn var fastur). En engu að síður skref í rétta átt.

Þetta var stöðvað af fjórflokknum því "það er svo stutt í kosningar". Það var fyrir tveimur mánuðum síðan - en, bara til að hafa það á hreinu, það hafa aldrei verið gerðar breytingar á kosningalöggjöfinni nema rétt fyrir kosningar.

Eftir kosningar verður örugglega "rúmur tími til að standa vel að frumvarpinu" þangað til að kemur að næstu kosningum, en þá verður of stutt í kosningar aftur... og þannig koll af kolli.

Daði Ingólfsson, 14.4.2010 kl. 17:27

17 identicon

Bjóddu þig fram og breyttu innan frá! Það er held ég það eina sem er hægt. 

Þú hefur mitt atkvæði. Sama í hvaða flokki þú ert. 

Ég er komin með nóg af þessu. 

Steinunn (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 18:16

18 identicon

Það eru margir búinir að fá nóg og svo miklu meira en nóg af óréttlætinu í þessu samfélagi.

Mér finnst stjórnmálamenn gleyma því stundum, að þeir eru í vinnu hjá okkur og fá greidd laun frá okkur.
Eitt af mörgu sem ég við þurfum að breyta í samfélagi okkar er að, ekki sé hægt að sitja eins lengi og sumir menn/konur hafa gert gegnum tíðinna. Það á að vera hámarkstími sem fólk getur setið á þingi, í æðstu stöðum í ráðnuneytunum, eftirlitsstofnunum, seðlabanka ofl ríkisstofnunum. Munið - nýjir vendir sópa best-

Sjáið hvernig þetta er Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður og fleiri búnir að sitja svo lengi í stöðum sínum komið sér of þægilega fyrir. Búin að tryggja sér góð eftirlaun með lagaskipan á þingi.

Og fyrst ég er byrjuð. Hvað réttlætir að sendiherrar eru á launum ævilangt, eins og kom fram í fréttum um daginn? Þiggja í sumum tilvikum tvöföld laun frá ríkinu og hafa jafnvel aldrei verið með sendiráð eins og kom í fréttum um daginn.??? Er ekki komin tími til að breyta slíkri vitleysu - sérstaklega nú á tímum, þegar allt er skorið niður.
Af hverju er ekki biðlaunin þannig að ef þú færð annað starf, þá ert þú ekki lengur á biðlaunum, þar á ég við þingmenn, ráðherra, bæjarstjóra ofl.

Í eðli mínu er ég sjálfstæðismanneska, en aðhyllist þó ekki þessa stefnu sem hefur ríkt hjá sjálfstæðisflokknum undan farin ár. Það er svolítið kómískt að Davíð og Hannes Hómsteinn ofl sjálfstæðimenn, sem prédika frjálshyggjustefnu sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð (nánast) verið á launum frá ríkinu

Nú er það okkar að skipta ekki við fyrirtæki þessara útrásarvíkinga sem hafa flúið land. Það væri gott ef einhver tæki sig til og listaði upp nöfn þeirra fyrirtækja sem þessir menn koma að í dag. Því það er ótrúlegt að menn geti skilið eftir sig skuldir sem lenda á samfélaginu og eru jafnvel ráðandi eigendur í stórfyrirtækjum. Þetta þarf að laga.

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 20:17

19 identicon

jamm, sorglegt en satt. góður pistill

guðmundur albert harðarson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:38

20 identicon

Þú blæst mér í brjóst baráttu anda. Takk fyrir það

Ingibjorg Magnadottir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 02:29

21 Smámynd: Pétur Harðarson

Innilega sammála þessum pistli. Það hefur verið augljóst frá hruninu að útrásarvíkingarnir svo kölluðu eru ekki í sambandi við raunveruleikann og líta á almenning sem þriðja flokks pakk. Það verður svo æ sýnilegra að flestir á alþingi eru haldnir sama sjúkdómi. Hafa sennilega smitast eftir bólfarir sínar með útrásarglæpalýðnum. Fullkomið dæmi eru viðbrögð Björgvins G. við rannsóknarskýrslunni. Í staðinn fyrir að segja af sér þingmennsku, segir hann af sér sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar! Úúú, hvílík fórn!! Halda þingmenn í alvöru að almenningur sé svo daufur og heimskur að þetta sé nóg!!?

Burt með alla sem tengdust bankahruninu á einn eða annan hátt! Það er kominn tími á alvöru byltingu!!

Pétur Harðarson, 15.4.2010 kl. 14:49

22 identicon

"'Eg er búinn að fylgjgst með þessu í fimmtíu ár.---- Þetta er ógeðslegt þjóðfélag,  þetta er allt ógeðslegt.---- Það eru engin prinsipp,  það eru engar hugsjónir,----það er ekki neitt.----Það er bara tækifærimennska----valdabarátta"

Svo mælti Styrmir Gunnarsson við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni.------Er ekki kominn tími til að tengja?

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 22:33

23 Smámynd: Daði Ingólfsson

Ég er á barmi vonleysis yfir þessu öllu. Mér líður eins og hamstri sem hleypur og hleypur í hlaupahjólinu með vísindamenn standandi yfir mér horfandi á mig góðlátlegum vorkunaraugum. Þeir pota í mig, minnka matarskammtinn minn, minnka búrið mitt og mála það svart. Þeir föttuðu fyrir löngu að nota orkuna úr hlaupahjólinu til að knýja safapressuna sína, og til að hlaða rafmagnstannburstann - en svo tengdu þau fleiri og fleiri græjur við þetta og nú kný ég meira og minna allt fyrir þá og vini þeirra. En þau passa sig á því þegar ég heyri til að tala um að nú sé þetta allt að koma, bráðlega þurfi ég ekki að hlaupa meira.

Hvorki vísindamennirnir né ég áttum okkur á því af hverju ég hætti ekki bara að hlaupa.

Daði Ingólfsson, 15.4.2010 kl. 23:36

24 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Va hvad er er sammala thessu hja ther.

Puknturinn med Haskolann hefur verid mer hugleikinn lika.

En hvad er hægt ad gera gott folk?

Einar Örn Einarsson, 16.4.2010 kl. 00:32

25 identicon

Ég er innilega sammála þér Daði  ...... en nú þarf fólk að fara að mæta út á göturnar aftur og taka málin i sínar hendur .... okkur vantar einhver til að vera i forsvari fyrir almenning ???? ert þú ekki tilvalinn??

Hvar er millistéttin sem er verið að þurkka út ?????? ................út á göturnar.

 Daði þú þyrftir að fara i Silfur Egils.

Svava Aldís Viggósdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband