Eru þingmenn hræddir um að missa vinnuna?

Nú þegar öll spjót standa á þeim þingmönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem voru við völd á síðasta kjörtímabili vegna styrkjamála og óheppilegra fjárhagslegra tengsla við ýmsa hagsmunaaðila er ekki úr vegi að athuga hvaða möguleika þeir hefðu á hinum almenna vinnumarkaði. Hér tel ég stjórnmálamönnunum ekki sérstaklega til tekna pólitísk störf (með undantekningu af bæjarstjórastöðu), enda er þessi úttekt miðuð að almennum vinnumarkaði, ekki þægilegt starf í opinbera geiranum fyrir uppflosnaða þingmenn.

Ég geri hér heldur ekki sérstakan greinarmun á ráðherrum og þingmönnum né "styrkþegum" eða fjárfestum, heldur set alla við sama borð og styðst eingöngu við gögn frá vef Alþingis.

Niðurstöðurnar eru dregnar saman neðst.

Árni Páll Árnason (S): 43 ára lögfræðingur. Lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi í 9 ár og lítilsháttar kennslureynsla.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikið að gera hjá lögfræðingum í skilanefndum og að þrífa upp eftir fyllerí síðustu ára.

Árni Johnsen (D): 66 ára gamall, ómenntaður með reynslu af blaðamennsku og kennslu.
Atvinnuhorfur: slæmar - færi sennilega beint á eftirlaun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (S): 60 ára stúdent - hefur sótt ýmis námskeið. Hefur starfað við dagskrárgerð og kennslu og verið plötusnúður.
Atvinnuhorfur: Slæmar - nú þarf kennaramenntun til að starfa við kennslu og nóg af fólki um hituna í dagskrárgerðarbransanum.

Birgir Ármannsson (D): 42 ára lögfræðingur.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikið að gera hjá lögfræðingum í skilanefndum og að þrífa upp eftir fyllerí síðustu ára.

Bjarni Benediktsson (D): 40 ára lögfræðingur.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikið að gera hjá lögfræðingum í skilanefndum og að þrífa upp eftir fyllerí síðustu ára.

Björgvin Guðni Sigurðsson (S): 40 ára með BA-próf í sögu og heimspeki - hefur starfað sem blaðamaður.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Helsti starfsvettvangur sagnfræðinga og heimspekinga er kennsla eða rannsóknir og það þarf meiri menntun en BA til að komast í slíkt. Blaðamannastéttin á auk þess undir högg að sækja og mikið af reyndu fólki atvinnulaust.

Einar Kristinn Guðfinnsson (D): 54 ára með BA-próf í stjórnmálafræði og reynslu við útgerð.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Útgerðin er ekki í góðum málum og vantar síst fleiri stjórnendur.

Guðbjartur Hannesson (S): 59 ára með Meistarapróf frá kennaraskóla.
Atvinnuhorfur: sæmilegar. Er með góða menntun og reynslu af kennslu og ætti því að lágmarki að fá vinnu við að kenna í grunnskólum.

Guðlaugur Þór Þórðarson (D): 42 ára með BA-próf í stjórnmálafræði og reynslu sem sölumaður, kynningarstjóri, framkvæmdastjóri og forstöðumaður fjárfestingasjóðs.
Atvinnuhorfur: Góðar. Þrátt fyrir takmarkaða menntun er hann með ágæta starfsreynslu.

Helgi Hjörvar (S): 42 ára með grunnskólapróf og reynslu sem framkvæmdastjóri.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Frekar fábreytt starfsferilsskrá og nánast algerlega pólitísk.

Illugi Gunnarsson (D): 42 ára með BS-próf í hagfræði og MBA próf.
Atvinnuhorfur: Góðar. Þrátt fyrir afar takmarkaða (ópólitíska) starfsreynslu er hann hagfræðingur og mikið er að gera hjá þeim í skilanefndum og að þrífa upp eftir fillerí síðustu ára.

Jóhanna Sigurðardóttir (S): 67 ára með verslunarpróf. Reynsla sem flugfreyja og skrifstofumaður.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Aldur og lítil (ópólitísk) starfsreynsla. Færi sennilega beint á eftirlaun.

Jón Gunnarsson (D): 53 ára með próf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Reynsla sem bóndi, yfirmaður auglýsingadeildar, markaðsstjóri, framkvæmdastjóri og reynsla af eigin rekstri.
Atvinnuhorfur: Góðar. Þrátt fyrir takmarkaða menntun er hann með ágæta starfsreynslu.

Katrín Júlíusdóttir (S): 35 ára með stúdentspróf. Reynsla sem innkaupastjóri verkefnastjóri og framkvæmdastjóri.
Atvinnuhorfur: Sæmilegar. Sæmilegasta reynsla þrátt fyrir takmarkaða menntun.

Kristján Þór Júlíusson (D): 52 ára með skipstjórnar- og kennsluréttindapróf. Reynsla sem stýrimaður, skipstjóri, kennari og bæjarstjóri auk mikillar stjórnarsetu.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikil stjórnunarreynsla er alltaf verðmæt.

Kristján Lúðvík Möller (S): 56 ára með íþróttakennarapróf. Reynsla sem íþróttakennari, verslunarstjóri og af verslunarrekstri.
Atvinnuhorfur: Sæmilegar. Það vantar etv. íþróttakennara úti á landi eða verslunarstjóra.

Ólöf Nordal (D): 43 ára lögfræðingur með MBA próf. Reynsla sem lögfræðingur og við kennslu lögfræði, yfirmaður og framkvæmdastjóri.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikið að gera hjá lögfræðingum í skilanefndum og að þrífa upp eftir fyllerí síðustu ára.

Pétur H. Blöndal (D): 65 ára doktor í tryggingastærðfræði. Reynsla sem forstjóri, framkvæmdastjóri, rannsakandi og kennari.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikil reynsla og mikil menntun hlýtur að skila góðu starfi.

Ragnheiður Elín Árnadóttir (D): 42 ára með MS-próf í alþjóðasamskiptum. Vandséð að mikil ópólitísk reynsla sé til staðar en segjum að hún hafi unnið sig upp í að vera viðskiptafulltrúi.
Atvinnuhorfur: Sæmilegar. Ágætis menntun í alþjóðasamskiptum gæti riðið baggamuninn.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D): 60 ára með próf í uppeldis- og kennslufræði og BA-próf í íslensku. Reynsla sem kennari, skólastjóri og bæjarstjóri.
Atvinnuhorfur: Góðar. Svona mikil reynsla af kennslu og tengdum störfum hlýtur að skila sér.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (S): 45 ára með BA-próf í sagnfræði. Engin ópólitísk reynsla.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Lítill möguleiki á kennslu nema með auknu námi. Lítill möguleiki á vinnu við rannsóknir nema eftir frekara nám.

Valgerður Bjarnadóttir (var varaþingmaður) (S): 60 ára með Cand.oecon.-próf og MS-próf í heilsuhagfræði. Starfsmaður og yfirmaður hagdeildar, yfirmaður hótelrekstrar, Deildarstjóri efnahagsrannsókna og fleiri sérfræðingsstörf. Þar að auki framkvæmdastjóri, yfirmaður, sviðsstjóri.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikil reynsla, þekking og menntun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D): 44 ára lögfræðingur. Stutt reynsla sem lögfræðingur og yfirmaður deildar.
Atvinnuhorfur: Góðar. Mikið að gera hjá lögfræðingum í skilanefndum og að þrífa upp eftir fyllerí síðustu ára.

Þórunn Sveinbjarnardóttir (S): 44 ára stjórnmálafræðingur. Reynsla sem starfsmaður og upplýsingafulltrúi.
Atvinnuhorfur: Slæmar. Frekar lítið að hafa fyrir stjórnmálafræðinga, en gæti fengið vinnu vegna reynslu.

Össur Skarphéðinsson (S): 56 ára doktor í lífeðlisfræði. Reynsla sem ritstjóri, kennari og aðstoðarforstjóri.
Atvinnuhorfur: Góðar. Góð menntun og reynsla af ritstjórn og kennslu fleytir mönnum langt.

Niðurstöðurnar eru Samfylkingarfólki afar mikið í óhag eins og sjá má að neðan.

Samfylking 12 þingmenn:
Góðar atvinnuhorfur 3 þingmenn
Sæmilegar atvinnuhorfur 3 þingmenn
Slæmar atvinnuhorfur 6 þingmenn

Sjálfstæðisflokkur 13 þingmenn:
Góðar atvinnuhorfur 9 þingmenn
Sæmilegar atvinnuhorfur 1 þingmaður
Slæmar atvinnuhorfur 3 þingmenn

Dæmi nú hver fyrir sig. Eru þingmenn hræddir við að missa þægilegu innivinnuna sína? Eru þeir hræddir um að fá ekki vinnu "við hæfi" ef þau hættu á þingi? Ég fyrir mitt leyti vill ekki dæma um það - en einhverjar skýringar hljóta vera á þessum einbeitta setuvilja... ég held áfram að leita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg úttekt hjá þér.  Kannski er þetta málið, þau sitja vegna þess að annars yrðu þau atvinnulaus með nokkrum undantekningum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er með þeim svörtustu kómedíum sem ég hef lesið lengi Í reynd er þetta líka ómetanleg samantekt hjá þér! Hafðu hugheilar þakkir fyrir þessa virkilega fróðlegu samantekt.

Bíð spennt eftir framhaldinu sem þú gefur í skyn í lokin... hvort sem það verður framhald á þessu eða ekki er mér ljóst af því sem ég hef verið að lesa eftir þig að undanförnu að það er von á góðu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2010 kl. 04:15

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Mér finnst þú heldur bjartsýnn fyrir hönd Sjallanna með stjórnunarreynsluna. Hvar ættu þeir að fá vinnu nema hjá vinum sínum og/eða flokksfélögum? Nema náttúrulega í fjölskyldufyrirtækjunum sínum?

Margrét Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 06:02

4 identicon

Flott samantekt á frekar annarlegu CV, svo við nefnum nú ekki atvinnuhorfurnar hjá þessum snillingum.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 06:35

5 identicon

Eftirlaunin eru það góð að meira að segja Katrín Júlíusdóttir hefði það bara mjög gott þrátt fyrir ungan aldur.

Guðrún (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:03

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sjallarnir fá vinnu Magga Rósa í SKILAnefndunum. Þar væru þeir í vinnu við að SKILA aftur eignum til krabbans koluga.

Baldvin Jónsson, 28.4.2010 kl. 12:39

7 identicon

Merkilegt að þú telur hinn 65 ára gamla Pétur Blöndal eiga góða atvinnumöguleika, en afskrifar hina 67 ára gömlu Jóhönnu Sigurðardóttur.

Einnig er sérkennilegt að hinn 42 ára gamli Guðlaugur Þór með aðeins B.A. próf er talinn hafa góða möguleika, en hinn fertugi Björgvin G. sem einnig er með B.A. próf talinn með slæmar horfur. Þó hafa báðir starfað í fjölmiðlum og báðir starfað sem framkvæmdastjórar.

Ásta R. hefur ekki aðeins verið plötusnúður og kennari, heldur var hún deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins og er því með góða starfreynslu. Svo mætti lengi telja.

Mér sýnist að einhver hafi gefið sér niðurstöðuna fyrirfram...

Adda (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg lesning.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 13:17

9 Smámynd: Daði Ingólfsson

Adda. Ég er alls ekki að gefa þetta út sem einhvers konar sérfræðingur. Þetta er mjög óvísindalega unnið og ég reyni ekki að dylja það. En ástæðurnar fyrir dæmunum sem þú nefnir eru eftirfarandi:

Pétur Blöndal vs. Jóhanna - Pétur er með doktorspróf - Jóhanna verslunarpróf. Pétur hefur margfalt meiri reynslu af öðrum störfum en Jónanna. Þau eru á engan hátt sambærileg.

Guðlaugur vs. Björgvin - Björgvin var Framkvæmdastjóri Reykvískrar útgáfu í eitt ár eða minna, blaðamaður í eitt ár og ritstjóri í eitt ár. Guðlaugur var ma. framkvæmdastjóri Fíns miðils í eitt ár, forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum í þrjú ár. Forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands í tvö ár. Ég met hann hafa betri bakgrunn þar með (það gæti verið rangt mat).

Varðandi Ástu Ragnheiði þá tel ég Deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins sem pólitíska stöðu - aftur gæti ég haft rangt fyrir mér.

Annars finnst mér djúpt undarlegt að haldið sé fram að ég gefi mér niðurstöður fyrirfram. Skora á þig að lesa aðra pósta á blogginu mínu.

Daði Ingólfsson, 28.4.2010 kl. 13:28

10 Smámynd: Daði Ingólfsson

Gleymdi víst Árna Páli - er hér með kominn inn.

Daði Ingólfsson, 28.4.2010 kl. 16:01

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hann er líka einn af þeim sem gleymist auðveldlega...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2010 kl. 18:28

12 Smámynd: Kama Sutra

Össur fær hvergi vinnu við lífeðlisfræðina án þess að gangast undir stífa endurmenntun.  Ég efast um að hann hafi þrek til þess.   Raunvísundunum hefur fleygt mikið fram síðan hann lauk doktorsprófi.

Annað mál með lögfræðina, sem hefur verið í stöðnun síðan á landnámsöld...

Kama Sutra, 3.5.2010 kl. 03:34

13 identicon

Atvinnustjórnmálafólk er eiginlega (eða ætti að vera að mínu mati) þversögn. Að taka þátt i að setja lög og stjórna landi eða sveitarfélagi á ekki að vera lífstíðarvinna heldur þegnskylda eða í hugsjónavinna, til að vinna einhverjum málum brautargengi eða hrinda í framkvæmd því sem er til almannaheilla.
Ef það gengur ekki á átta árum af einhverjum ástæðum hefur viðkomandi ekkert að gera lengur þessu starfi og snýr sér að öðru.
Ef vel tekst til, kemur sá/sú aftur eftir fjögur ár og heldur áfram um sinn.
Þá er ekki skapast ekki þessi grundvöllur fyrir slímsetur fólks sem heldur að það sé ómissandi, vinnur að hagsmunum flokks síns eða eigin og missir tengslin við atvinnuveitendur sína. Okkur.
Mæli með því að enginn sitji lengur en tvö kjörtímabil í einu.

Solveig (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband