7.5.2010 | 00:15
Hlutdræg fegurð
Það er eitthvað óumræðilega fallegt við að hugsa sér mann í jakkafötum sitjandi á trébekk, innilokaður á bak við rimla - horfandi í gaupnir sér. Á veggjunum eru teikningar eftir aðra glæpamenn (mikið til portrett af kynfærum) og skilaboð á borð við "löggufíbbl" og "rassgat".
Hann er reiður. Honum finnst á sér brotið. Nú á að gera mann að blóraböggli. Hugsar engin til þess að maður á börn? Djöfulsins amatörar. Lúserar. Bara svekktir í að hafa ekki fengið að vera með... andskotinn.
Heima situr konan. Einhvers staðar aftan í gráum afkimum hugarfylgsnanna leynist hugsunin ... gerði hann þetta? En restin af heilanum leitar að öðrum sökudólgum - eigendur bankans, stjórnarmenn, stjórnvöld, helvítis almenningur sem tók bara lán og lán og lán og vill nú hengja einhvern.
Börnin halda með pabba.
Mikið er þetta allt hrikalega hrikalega sorglegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á þessum sama bekk og jakkafatamaðurinn sefur, eru venjulega vistaðir góðkunningjar lögreglunnar, menn sem lögreglan hjálpar um húsaskjól. Þegar þeir eru hirtir upp af götunni í allskonar ástandi..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.