9.5.2010 | 12:35
Súrrealísk stjórnmál fyrir byrjendur
Rosaleg tíðindi bárust frá fyrrverandi forsætisráðherra Íslands - Halldóri Ásgrímssyni: Stjórnvöld stóðu sig fantavel og gerðu allt rétt! Geir Haarde fannst etv. stjórnvöld hafa farið heldur geyst, en Davíð Oddsson virðist halda að allir nema hann séu fullkomnir hálfvitar. Ingibjörg Sólrún finnst hún hafa brugðist flokknum (skítt með restina af þjóðinni), Þorgerður Katrín er í endurmenntun (hlýtur það ekki að vera?), Guðlaugi Þór finnst ekkert eðlilegra en að semja lög og brjóta þau í sömu andrá (það er kostnaðurinn við lýðræðið) og Steinunn Valdís er saklaust fórnarlamb regluverksins.
Á meðan brotnar heiðarlegt fólk saman þegar það segir frá hvernig fyrir því er komið.
Viðtalið við Halldór Ásgrímsson var þörf áminning. Svona voru svörin þegar eitthvað óþægilegt kom upp í viðtalinu: "Það er nú ósköp leiðinlegt að vera í þessu stagli" og "allt þetta verður að skoðast í samhengi en það er mjög erfitt að skoða einn hlut fyrir sig" og "Þetta er bara út í hött" - og til að kóróna allt (eins og það sé einhver afsökun eða komi málinu yfir höfuð eitthvað við): "kristin trú og kristin gildi hafa alltaf verið mér mikilvægt veganesti". Svo er manninum hulin ráðgáta hvers vegna menn tengi sölu bankana við flokkadrætti... það hafi allir vitað að Finnur Ingólfsson hafi verið Framsóknarmaður (og þar af leiðandi er allt í himnalagi). Ég auglýsi eftir fólkinu sem kaus þennan mann til að sitja á Alþingi til að hlúa að hagsmunum almennings - það þarf að biðjast afsökunar líka.
En blaðrið heldur áfram og kerfið breytist ekkert. Gamla flokkspólitíkin ríður húsum - eitthvað skrýtið fyrirbæri sem stjórn og stjórnarandstaða virðist gagngert hamla því að fólk geti talað sig saman um að gera gagn. Fólk kallar sig "flokkshunda" og virðist vera stolt af þeim titli! Það er talað um fólk í öðrum stjórnmálaflokkum sem andstæðinga - hvers vegna er mér fullkomlega hulið, eru ekki allir að stefna að sama markmiði? Eru ekki allir saman í liði? Svo kemur allt í einu upp hugtakið "þjóðstjórn" í sveitarstjórnarmálum... rétt fyrir kosningar - ekkert grunsamlegt. Þjóðstjórn í augum flokkana er hins vegar ekki annað en að flokkarnir vinni saman. Frábær hugmynd - en hvers vegna ættu þeir EKKI að vinna saman? Og hvers vegna kemur þetta upp rétt fyrir kosningar.
Blablablablabla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halldór Ásgrímsson er náttúrulega ein versta afsökun fyrir stjórnmálamanni sem sést hefur í okkar brengluðu pólitík. Þegar ég sá viðtalið við hann uppgötvaði ég hve mikill léttir það var að hann hvarf af sjónarsviðinu
Kári Ólafsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 14:17
Ég saknaði þess, að hvorki Halldór né Valgerður voru spurð að því í sínum Kastljósviðtölum, hvort þau hafi vitað, að Landsbankinn lánaði S-hópnum til kaupa á Búnaðarbankanum og Búnaðarbankinn lánaði Björgólfunum til kaupa á Landsbankanum!
Kristinn (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.