Versti flokkurinn

Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa skitið á sig. Þeir hafa stuðlað að stærsta arðráni sögunnar og þiggja að launum hundruðir milljóna úr ríkissjóði og öðrum sjóðum. Þeir taka við hundruðum milljóna frá hagsmunaaðilum og finnst það bara í ljómandi lagi. Ég fór á tvær kosningaskrifstofur hefðbundinna flokka um helgina og uppskar þá visku að þetta væri allt saman almenningi að kenna. Þeir höfðu kosið vitlaust - og taka ekki þátt í pólitísku starfi... þeim væri nær.

Ég tek reyndar undir það að fólk mætti skipta sér meira af pólitík - það hefur verið of mikill doði. En það þýðir ekki að þetta sé almenningi að kenna. Þetta er spilltum atvinnustjórnmálamönnum og -konum að kenna. Punktur.

Nú sækjast flokkarnir enn á ný eftir umboði almennings til að rústa lífi þeirra. Í þetta sinn á að leggja sveitarfélög landsins í eyði, og til þess þarf meðvitað samþykki borgarana. Eini munurinn núna á þessari framkvæmd er að nú eru engin kosningaloforð. Nema aldeilis furðulegar setningar eins og "Vekjum Reykjavík". Ég hef reynt að finna stefnu flokkanna í borgarmálum (er í Reykjavík sjálfur) með nákvæmlega engum árangri. Þetta er vafalaust til einhvers staðar, en það er falið mjög, mjög vel. Sem sagt - engin stefna. En ef það er stefna einhvers staðar, þá eru flokkarnir ekkert sérstaklega stoltir af henni.

Það eru til þær röksemdir gegn persónukjöri að slíkt geri erfiðara að stilla upp markvissri stefnu flokka með skýrum valmöguleikum fyrir kjósendur. Þetta er ekki tilfellið núna. Nú er engin stefna. Það ríkir stefnunleysi því öll loforð eru hjákátleg. Grín. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar gefið út að þau ætli ekki að hækka skatta. Jibbí. Reyndar - Hefur einhver heyrt um "breyttar forsendur" sem verða til þess að flokkarnir neyðast til að svíkja loforð sín? Hefur einhver heyrt um "stjórnarsáttmála" sem verður til þess að flokkarnir neyðast til að svíkja loforð sín? Hefur einhver heyrt að það hafi ekki "gefist tími á kjörtímabilinu", að "góðir hlutir taki tíma" o.s.frv.? Ég held að það sé loksins runnið upp fyrir flokkunum að fólk er minna fífl en þeir héldu - og þeir eru því komnir í tilvistarkreppu lífs síns.

Ég legg til að kjörseðlinum verði breytt í ár þannig að kjósendum verði gefinn kostur á að velja líka versta flokkinn. Það væri athyglivert að sjá hvað kæmi út úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góð hugmynd og góður pistill.

Margrét Sigurðardóttir, 18.5.2010 kl. 06:45

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

haha... frábær grein.

Birgitta Jónsdóttir, 18.5.2010 kl. 06:51

3 identicon

Það tók mig nokkrar sekúndur að finna þessa síðu:

http://www.samfylkingin.is/Kj%C3%B6rd%C3%A6min/Reykjav%C3%ADk/Stefna_RVK

Inn af henni er stefna Samfylkingarinnar útfærð.

Þórir Hrafn (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 09:21

4 Smámynd: Daði Ingólfsson

Takk Þórir - ég fann þetta. Maður þarf að vera ROSALEGA áhugasamur um Samfylkinguna til að fara í gegnum þetta. Rak mig í þetta og læt það gossa að gamni í ljósi ráðningamála Samfylkingarinnar í ríkisstjórn: "Öll störf hjá Reykjavíkurborg verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum." Restin er álíka trúverðug býst ég við.

Daði Ingólfsson, 18.5.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband