Í fréttum er ekkert helst

GúrkaÞegar þetta er skrifað eru sex dagar þar til fyrstu tölur hafa birst í sveitastjórnarkosningum 2010. Um það er ekkert skrifað í blöðum né fjallað í fréttatímum sjónvarpsstöðva. Það er ein og ein bloggfærsla sem tekur á þessu, sérstaklega um Besta flokkinn hitt eða Besta flokkinn þetta. En generalt er eins og ekkert sérstakt sé á döfinni. Jújú, skrímslin eru svosem á stjái - Agnes Braga veifar litlu bláu höndinni sinni, fuglahvíslið á AMX er með lélegustu tilraun til mannorðsmorðs sem sést hefur síðan Ólafur F var beðinn um læknisvottorð og hinir og þessir hnýta í Pál Hjaltason (7. sæti), því hann sagði eitthvað slæmt um gömul hús og einhverjum finnst hann vera vondur arkitekt. 

Ekki fréttir

Fréttirnar eru hins vegar um gosið (sem er hætt eða ekki hætt), hraðamet á slátturvél, gráðugir fyrrum lóðaeigendur, eitthvað um gjaldeyrishöft og (jú, gefum þeim séns) "Góður andi yfir frambjóðendum og sjálfboðaliðum á kosningamiðstöðvum í Reykjavík" (sjöunda frétt á ST2, aðallega um vöfflur og grill) og "Frambjóðendur önnum kafnir" (sjöunda frétt á RÚV (aðallega um grill og vöfflur). Ekkert um tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ekkert um stefnu flokkanna eða hreyfingar á milli þeirra, ekkert um hugmyndafræðilegan mun á framboðum, ekkert um frambjóðendur. Það er spjallað í dægurmálaútvarpsþáttum um þetta, en ekkert því virðist vera fréttnæmt. Égersvoaldeilisshlessa. Er það bara frétt þegar ný skoðanakönnun kemur út? Er virkilega ekkert af frambjóðendum og stjórnmálaflokkum að frétta sex dögum fyrir kosningar þegar sögulegustu úrslit á lýðveldistímanum eru yfirvofandi á höfuðborgarsvæðinu? Getur verið að almenningur hafi engan áhuga á þessu? Verður það afsökun fjölmiðla? Eru ekki starfskraftar í þetta? Hvað er í gangi?

Gúrka númer tvöÉg er svo sem ekki með yfirlit yfir hvað venjulega er fjallað um sex dögum fyrir kosningar, en ég veit að ef flúnkunýr flokkur með engum gamalkunnum stjórnmálamanni mundi skyndilega dúkka upp með meirihluta í Kaupmannahöfn eða London eða Osló eða Lichtenstein, þá væri fjallað um það í fréttatíma sex dögum fyrir kosningar. Fréttamenn gætu t.d. spurt kjósendur hvers vegna þessi viðsnúningur, þeir gætu spurt frambjóðendur hvað þeir stæðu fyrir og hvar það sé að klikka (í tilfelli gömlu flokkanna), stjórnmálaspekinga um hvort það væru fordæmi fyrir þessu eða hver túlkun á þessari furðulegu stöðu, embættismenn um hvort þeir sæju stórvægilegar breytingar framundan o.s.frv. o.s.frv. En nei - EKKERT. EKKI EITT AUKATEKIÐ ORÐ! Var ekki einhver einhvern tíman að tala um hlut fjölmiðla í hruninu? Nú er tækifæri til að líta hressilega í eigin barm, svo ég taki mér í munn þennan úttuggna frasa sem er nýjast og flottast að setja í fínar ræður. Ef einhvern tíman er gómsætur fréttamatur í trogum, þá er það núna. 

Hjálp!

Gæti verið að fjölmiðlamenn viti bara ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Eru þeir jafnringlaðir og Sjálfstæðiskandídatar í Reykjavík? Gæti verið að þeir séu í yfirvinnubanni vegna fréttaofáts undanfarin misseri? Ég verð að viðurkenna að mig brestur algerlega svör.

Gæti einhver góðhjartaður uppfrætt mig á þessari stöðu?

Takk takk - Einn ringlaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágmarksmönnun um Hvítasunnuhelgi? Gnarr og Besti bara ekki nógu fínn pappír fyrir fjölmiðlaliðið? Bara svo ógeðslega flott sláttuvél?

Randver (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 00:09

2 Smámynd: Daði Ingólfsson

Takk Randver. Hjúkk. Það hlaut að vera.

Daði Ingólfsson, 24.5.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Mörður Ingólfsson

Bróðurpartur íslenskra frétta- og blaðamanna virðast algerlega ófær um að meta hvað er mikilvægt og fréttnæmt, enda hafa þeir ætíð starfað undir hæl bissnissmanna og/eða pólitíkusa sem hafa, beint og óbeint, gefið þeim línuna. Þeim þykir ekki einu sinni merkilegt eða fréttnæmt þegar borgara þessa lands og annarra taka upp baráttumál sem tengjast hagsmunum stéttar þeirra beint, sbr. þetta:

http://immi.is/?l=is&p=intro

Þetta þykir erlendum frétta- og blaðamönnum geysilega áhugavert og hafa fjallað um málið í New York Times, Le Monde, BBC, The Guardian o.s.frv. Fleiri hundruð vandaðar umfjallanir í virtustu fjölmiðlum heims.

Íslenskum blaða- og fréttamönnum þykir viðeigandi að hunsa þetta framtak, og þegar rætt var við blaðamannafélagið um málið fóru forsvarsmenn þar að pípa um að fyrst þyrfti að tryggja starfsöryggi blaðamanna þannig að ekki væri hægt að segja þeim upp. Fannst mikilvægara að hlaðið væri undir rassgatið á blaðamönnum og ekki væri hægt að segja þeim upp í samdrætti en að blaðamenn nytu tjáningar- og prentfrelsis og heimildarmenn réttarverndar. Algerir afdalamenn sem virðast hugsa eingöngu um að fá örugglega launatékkann sinn. Ekki furða þótt eigendur fjölmiðla og voldugir stjórnmálamenn þurfi ekkert að gera annað en að eiga eða sitja í stjórn á fjölmiðlinum til að fréttamenn fjalli bara um það sem hentar eigendunum og þeim voldugu. Undantekningar á þessu í tilviki immi.is eru Lóa Pind og Höskuldur Schram á Stöð 2 og auðvitað DV.

Það er ekkert vit í því að treysta íslenskum frétta- og blaðamönnum fyrir því að meta fréttir. Þeir eru of uppteknir af hagsmunum eigenda sinna og rössunum sínum til þess. Með örfáum virðingarverðum undantekningum.

Mörður Ingólfsson, 24.5.2010 kl. 10:03

4 identicon

Minn ágæti Daði.

Takk fyrir góðar og nauðsynlegar greinar undanfarið. Meira af slíku, takk, við þurfum á því að halda. En þessi ÞÖGGUN sem þú ert að fjalla um hérna hefur verið viðloðandi á þessu llandi í áratugi. Okkar von er netið. Leið neðanjarðarstarfsseminnar tekur lengri tíma en hún stefnir markvisst og hægt uppá yfirborðið. Mér líður oft eins og moldvörpu og það er góð tilfinning.

Sjáumst:)

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 12:01

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þögn fjölmiðla yfir því sem er fréttnæmt er þeirra eigið dánarvottorð. Því miður hefur þögn þeirra víðtækari áhrif en þegar hún verður jafn himinhrópandi eins og þú bendir á þá getur ekki farið öðru vísi en hún bitni á þeim sjálfum. Besti flokkurinn er „afþreying“ frá gömlu flokkunum og því sérsniðinn fyrir fjölmiðlamarkaðinn sem hefur sett afþreyinguna á oddinn.

Sinnuleysi íslenskra fjölmiðla eins og það kemur fram í dag sýnist mér vera fyrst og fremst abundið í eignarhaldi þeirra. Eignarhaldið og hagsmunirnir sem eigendurinir eru að verja kemur svo m.a. fram í því að þeir sem eru ráðnir til starfa eru í kunnáttu og fagmennsku enn á skólablaðastiginu. Þeir hafa hvorki metnað né yfirsýn. Hvað þá þroskað fréttamat til að fjalla um fullorðins samfélag.

Hvað Rannsóknarskýrsluna varðar er ég farin að hallast að því að henni hafi verið ætlað sama hlutverk og aflátsbænunum í kaþólsku:-/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband