4.6.2010 | 00:42
Dauði lýðræðisins
Ég hef í höndunum drög að nefndaráliti um mikilvægustu lög sem verða samþykkt á okkar ævidögum. Það hefur með að gera fyrirkomulag um hvernig eigi að semja nýja stjórnarskrá fyrir okkar hugmyndafræðilega gjaldþrota land. Frumvarpið áður en það komst í nefndina var skelfilegt og hrikalega stofnanalegt og bersýnilega ekki samið með það í huga að stjórnvöld hafa komið okkur í þá stöðu að nafn landsins okkar er notað í brandara um ömurlega hagsýslu og óráðdeild. Þá skrifaði ég þessa umsögn í nafni Hreyfingarinnar og mætti í framhaldi af því á niðurlægjandi fund í allsherjarnefnd þar sem fulltrúar almennings (alþingismenn, ef einhver er í óvissu) höfðu ekki lesið umsögnina og höfðu þrennt um málið að segja: Tveir vildu koma því sérstaklega á framfæri að þeir væru móðgaðir yfir því að ég hafði sagt að traust á stjórnmálamönnum væri lítið. Einn spurði hina sem sátu með mér hvort þeim þætti allt í fína að fresta stjórnlagaþingi (gerði af einhverjum stórundarlegum ástæðum ráð fyrir að mér þætti það barasta sjálfsagt) og einn spurði hvort okkur þætti það ekki frábær hugmynd hjá sér að koma almenningi meira í málið (sem við allir þrír sem sátum fundinn sem gestir höfðum hamrað á í heilan klukkutíma). Sem sagt - alger tímasóun.
Svo leið og beið, og nú kemur úrskurður úr nefndinni (eða alla vega drög). Það er skemmst frá því að segja að það er ekkert gert til að koma til móts við þá kröfu að almenningur hafi aðkomu að stjórnarskrárgerðinni ef frá er talið þessi einkennilegi samansetningur: "Stjórnlagaþing skal á fyrsta starfstímabili sínu halda fundi í öllum kjördæmum til þess að kalla eftir sjónarmiðum og tillögum almennings." Vei. Hvernig fundi? Hversu marga? Hvernig verður unnið úr upplýsingunum? Hvaða vægi hafa tillögur almennings? Hvernig verður það ferli gegnsætt? Af hverju má bara hitta almenning í fyrstu lotu? Að öðru leyti er þetta bara sama jukkið og viðgengst inni á Alþingi.
Það á að búa til nýja snobbstofnun sem á að koma með snobbbreytingartillögur til snobbalþingis og skála svo í dýrasta kampavíni þegar þessi óviðurkvæmilegi gjörningur er búinn og snúa sér að næstu styrkjum. Þetta á að vera MíníAlþingi með mínífulltrúum sem fá að "vinna ákveðna grunnvinnu og undirbúa frumvarp til stjórnarskipunarlaga fyrir Alþingi" - sem sagt, meirihluti Alþingis ætlar að fara með feitu puttana sína í þetta eftirá og laga að flokkakerfinu sínu, svo þau missi nú örugglega ekki spón úr aski sínum.
Og það sem meira er. Alþingi ætlar ekki bara að breyta þessu eftirá. Þau ætla að setja dagskránna - ákveða hvað stjórnlagaþingið á að tala um. Þau ætla að setja dagsetningar hvenær stjórnlagaþingið á að hittast, setja því tímaramma, segja til hvernig þau eigi að haga eigin skipulagi og skera fjármuni við nögl eins mikið og hugsast getur:" Til þess að draga úr kostnaði er nú lagt til að umfang stjórnlagaþingsins verði nokkuð minna en áður var stefnt að og starfstími þess styttri", "Til þess að nýta starfstíma og skilvirkni þingsins sem best og draga úr kostnaði er nánar afmarkið í frumvarpinu á hvaða tímabilum þingið kemur saman og heldur fundi" og "Lagt er til að þingið verði skipað 2531 fulltrúa en með því ætti að nást nokkur breiður hópur fulltrúa þjóðarinnar auk þess sem halda má kostnaði í skefjum"(allt úr athugasemdum við upprunalega frumvarpið). Samtals eiga herlegheitin að kosta 362,3 til 442 milljóna. Töluvert lægri fjárhæða en kostar að búa til eina skítaauglýsingaherferð um hvað Ísland sé æðislegt. Þar sér maður hvar metnaður þessarar ríkisstjórnar liggur.
Ég er gersamlega búinn að missa trú á að þessi ríkisstjórn komi með eitthvað að viti. Þau selja auðlindirnar, þau búa til skaldborg um sinn eigin valdastrúktúr, þau taka ekkert skref í lýðræðisátt og ganga, fram fram aldrei að víkja, beint í hendurnar á AGS og ESB. Og Sjálfstæðisflokkurinn er á móti öllu sem hefur með stjórnarskrárbreytinar að gera yfirleitt - finnst það tíma- og peningasóun, lesið greinarnar eftir Þorstein Pálsson og Birgis Ármannssonar ef þið eruð í vafa um lýðræðisást þessara manna og vilja til breytinga.
Hvað á maður að gera þegar stjórnmálamenn sjá ekki sentimetra út fyrir eigin hagsmuni og valdapot? Hvað á maður að gera þegar persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur eru léttvæg skiptimynt á vogarskálum valdakerfisins? HVAÐ Á MAÐUR AÐ GERA???!!!???
HJÁLP!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Daði !
Þakka þér fyrir; ágæta greiningu, á hisminu og kraðakinu, við Austurvöll og í Stjórnarráði, í Reykjavík.
Því miður; skilur þorri þessa fólks ekkert; EKKERT annað, en ískalt byssu hlaupið, við gagnauga sér. ágæti síðuhafi.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 01:04
blogga ;>
Gunnar, 4.6.2010 kl. 01:04
Heyr, heyr!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2010 kl. 01:26
Hefja byltingu, það er það eins sem getur bjargað þjóðinni. Flóknara er það ekki.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.6.2010 kl. 01:32
Kalli, svarið er svo auðvelt, annað hvort fylgir þú vitleysunni sem hefur viðgengst og segir "ekkert mál, ég vill frítt kampavín" eða þú segir nei takk ég borga fyrir mig og "ég vill betri borg".
og skellir þér svo í gott yfirlæti á Akureyri!
knús Heiðan
ragnheiður höskuldsdóttirin (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 01:45
Eins og talað úr mínu hjarta. Fundir í öllum kjördæmum? Einn fundur á Akureyri fyrir NA kjördæmi kl. 13:00 á fimmtudegi, svona eins og aðalfundur í verkalýðsfélagi, sem haldnir eru á vinnutíma svo þessir almennu félagsmenn, sem borga félagsgjöldin, komist ekki. Auglýsa svo fundina í lögbirtingablaðinu og RÚV, svo enginn heyri né lesi. Jú, jú. þetta passar allt saman. Byltingu, ekki seinna en strax. Blóðuga ef með þarf.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 05:25
Þegar stjórnvöld geta ekki gert þær sjálfssögðu breytingar sem til er ætlast, þá þarf almenningur að gera það sjálfur.
Stjórnarskrá Íslands er til einungis vegna þess að meirihluti Íslendingar er samþykkur þeim. Þetta þýðir í raun að ef meirihluti kostningabærra manna samþykir nýja stjórnarskrá, hvaðan sem hún kemur, þá tekur sú stjórnarskrá við.
Þetta er það sem þarf að gera.
Guðjón Erlendson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 06:03
skrifum nýtt frumvarp sem felur í sér að stjórnlagaþingið verði fólksins EKKI þingsins - ég get staðfest að vinnubrögðin inni á þingi eru því miður oftast svona eins og Daði lýsir - þó að mörgum þingmönnum þætti betra að hafa það öðruvísi eru þeir algerlega fastir í viðjum vanans.
fyrir mína parta skiptir höfuðmáli að það verði alvöru umræður meðal þjóðarinnar um hvað á að vera í nýrri stjórnarskrá og hvernig samfélagi við viljum byggja á henni - ég vil ekki endurreisn á fúnum spýtum heldur verður hér að verða uppbygging úr nýjum efnivið þar sem stjórnarskrá er hornsteinn og ætti að vera eitthvað sem fólki þætti vænt um og sátt við og kynni skil á.
Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2010 kl. 06:42
Leyfðu mér að stafa það fyrir þig: B, Y, L, T, I, N, G.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 08:39
Halda áfram að segja frá hálfvitaskapnum sem fer fram á Alþingi íslendinga.
Þór, Birgitta og Margrét, ekki hætta að segja frá. Ég vona að þið séuð ekki að verða svo samdauna bullinu þarna að þið séuð hætt að sjá það. Segja frá, segja frá, segja frá, eins og þú ert að gera núna Daði.
Byltingin verður ekki fyrr en fólk áttar sig á því að það er búið að stela af því öllum peningunum, húsinu, auðlindunum og framtíð þeirra og barnanna þeirra.
Ég treysti því að fólk komi út á göturnar þegar líður á árið og þeim fjölgar sem lenda í því að bankinn fær húsið þeirra, eftir að hafa fengið allan ævisparnaðinn, séreignarsparnaðinn, bílinn og hverja einustu krónu og aur.
Varðandi stjórnarskrána er ekkert annað að gera en að halda áfram að vinna í málinu eins og engir hálfvitar séu í veginum og benda á þá þegar þeir flækjast fyrir.
Baldvin Björgvinsson, 4.6.2010 kl. 08:59
Takið eftir því að þau eru ENNÞÁ í PR-leik með útlönd. Rándýr kynningarherferð og rándýr sýning í Kína (já, ekki djók). En innra eftirlit og bestun (ekki tilvísun í stjórnmálaflokk) er ekki á dagskrá - það gæti rýrt þeirra eigin völd.
Þetta bara verður að stoppa.
Daði Ingólfsson, 4.6.2010 kl. 09:37
Ágæt grein. Svarið við spurningunni í lokin er einföld. Stofna stjórnmálaafl sem stetur á oddinn opið stjórnlagaþing með aðkomu almennings. Ef það vinnur stóran sigur þá þarf ekkert að vera tala við alþingismenn sem sjá ekki út fyrir hlífðargleraugun.
Olli (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:52
Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki
haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.
Stjórnmálaflokkarnir hafa ekkert með stjórnarskrána að gera.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc.
Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að koma nálægt samningu stjórnarskrárinnar.
Að láta stjórnmálamenn semja stjórnarskrá er eins og að láta forherta ökuníðinga semja umferðarlög.
Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.
Jónsi (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 10:16
Takk fyrir Daði og Birgitta að hafa nennu og getu til að gera okkur hinum kleift að fylgjast með.
Ef einhvern tíma var þörf þá er nú nauðsyn.
Sigríður Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 11:49
Sæll Daði,
Munum eftir réttmæti og mannréttindi á meðal Alþingi reynir að halda að bara lögmæti komi til greina í Lögfræði.
Nýtt frumvarp sem felur í sér að stjórnlagaþingið verði fólksins.
Ég spyr mig: hvað um nýtt frumvarp sem samfélagið skrifar og sendir til Alþingis til að byrja með?
Með b.kv.
Elvira
Maria Elvira Méndez Pinedo, 4.6.2010 kl. 13:06
Ég segi enn og aftur það sem ég hef margsinnis ítrekað: Við gerum þetta bara sjálf! Það er eina lausnin og fyrir þá sem efast um lögmætið, þá get ég fullyrt að það er ekki til lögmætari leið en sú að þjóðin semji og samþykki sína stjórnarskrá sjálf.
Aðalheiður Ámundadóttir, 4.6.2010 kl. 13:28
Sæll Daði,
Þetta er átakanlegur lestur.
Ég vil taka undir með Elvira, við verðum að semja nýtt frumvarp til breytinga á núverandi stjórnarskra. 79 gr. stjórnarskrár þarf að breyta þannig að Alþingi samþykki ekki lengur breytingar á stjórnarskránni, heldur stjórnlagaþing fólksins og svo þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta voru líka niðurstöður síðustu stjórnarskránefndar sem starfaði frá 2005 - 2007, en Jóhanna Sig, hefur nú látið fjarlægja niðurstöður þeirrar nefndar af vefnum stjornarskra.is og nú visar það lén á vef forsætisráðuneytisins, eins og stjórnarskráin sé eign forsætisráherra.
Við þrufum að hefja undirskriftasöfnun til Forseta Íslands um að hafna þessu væntanlegu lögum um stjórnalagaþing og fá forsetann sjálfan til að legga fram frumvarp frá þjóðinni um breytingar á 79gr. Samkvæmt 25. gr. Stjórnarskrár Íslands má forsetinn leggja fram frumvörp til laga á Alþingi, þar á meðal frumvarp til breytinga á stjórnarskrá.
Hvar og hvernig bókar maður fund með Forseta Íslands?
Geir Guðmundssson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 13:35
Heyr heyr Elvira. Ég er fullkomlega sammála - við þurfum að drífa í að gera þetta. Ég verð í sambandi og við byrjum.
Geir - ég er skeptískur á þetta með forsetann nema sem algert neyðarúrræði. Hann gerir ekkert nema hann hagnist persónulega á því - og það er vandséð að hann hagnist á þessu. Ég sjálfur neita að tala við núverandi forseta landsins og tek mér þar Jón Atla Grímulausa mér til fyrirmyndar. En ef einhverjir góðir menn væru til í það væri það hið besta mál.
Daði Ingólfsson, 4.6.2010 kl. 13:41
Við verðum að gera sjálf það sem þeir, sem hafa af því hagsmuni að halda okkur niðri, gera ekki... og ekki bara að þeir geri það ekki, þeir berjast með kjafti og klóm til að koma í veg fyrir að aðrir taki skref í þá átt.
Nú er bara komið að okkur.
Eftir hrunið vantar okkur sárlega að finna aftur samhljóminn okkar sem þjóð. Hvar liggur siðferðisþröskuldur okkar? Hvernig samfélag viljum við?
EKKERT myndi hafa jafn brjálæðislegt vægi í uppbyggingu þessarar þjóðar eins og það að hún fengi að setjast niður og finna út sín eigin gildi og áherslur. Hvers við ætlumst til af okkur sem þjóð og hvers við ætlumst til að þeim sem gefa sig út fyrir að eiga erindi í opinbera þjónustu.
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 21:36
Samstíga þjóð er ekkert árennileg fyrir "birgi ármannssyni" þessa lands. Ég held í alvöru að við getum þetta.. og ekki bara að við getum búið til nýja stjórnarskrá.. þjóðin getur svo bara sent plaggið og lagt það í þjóðaratkvæði.
Hver þarf á forsetafí**** að halda
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:01
Ég er hræddur um að þetta frumvarp verði orðið að lögum fyrir 17. júní, tímanlega fyrir hátíðar-ræðu forsætisráðherra.
Önnur umræða um frumvarpið er 12. mál á dagskrár þingfundar sem byrjar kl 10:30 á mánudag. Ef ég þekki vinnubrögðin á Alþingi rétt, þá verður þriðju umræðu lokið fyrir lok næstu viku og lögin komin til undirskriftar forseta í byrjun þar næstu viku. Allt afgreitt á færibandi eins og venjuleg án þess að þingmenn nái að setja sig inn í málin. Hér getið þið séð skjölin frá stjórnaliðum sem Daði var að lesa í gær:
http://www.althingi.is/altext/138/s/1208.html
http://www.althingi.is/altext/138/s/1209.html
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 23:04
Ég er ansi hræddur um að þetta sé rétt hjá þér Geir. Að venju tapar þjóðin fyrir hátíðarræðum stjórnmálaelítunnar.
Daði Ingólfsson, 4.6.2010 kl. 23:59
Flottur pistill hjá þér Daði. Hjartanlega sammála.
Sem betur fer, virðist þjóðin loksins vera að vakna við martrøð 4flokka samspillingarinnar. Og tilbúin að kjósa eitthvað annað.
Vonandi verður Lýðræðið ekki svo að fullu frágengið að með hjálp góðs fólks eins og þingfólks Hreyfingar og fl. megi berja í það líf.
Stjórnarskrá fólksins er sannarlega það sem þjóðin þarf. Með góðum ábendingum og innleggjum. Eins og t.d. frá Maríu Elviru
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 01:03
Sjá - við höfum í mörg horn að líta!
http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1063835/
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 01:08
Vil af gefnu tilefni benda á pistil Valgerðar Bjarnadóttur þar sem hún gagnrýnir (vel og réttilega) umræðuhefðina. Hins vegar er mér hulið hvers vegna hún fer svo út í að klína á Hreyfinguna sök fyrir að ekki hafi tekist að koma persónukjörsfrumvarpinu í gegn, og gagnrýna þau (og Þráinn) fyrir að þrýsta á um þetta frumvarp. MInni á að hún er í stjórnarflokki og hefði getað haft gríðarleg áhrif á að koma þessu frumvarpi í gegn. Það gerði hún hins vegar ekki, en eyðir tíma sínum þess í stað að gagnrýna þá sem það reyndu: http://blog.eyjan.is/valgerdur/2010/06/04/skithraeddir-stjornmalamenn/
Daði Ingólfsson, 5.6.2010 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning