Vilja þau þjóðinni vel?

Þingmenn hafa ekki beinlínis staðið sig stórkostlega í því undarlega verkefni að "auka virðingu alþingis". Þeir hafa algerlega sannað það að þeim er öldungis skítsama um þjóðina, skítsama um hvernig fer fyrir aumingjum þessa lands og skítsama um framtíð þeirra sem landið byggja. Þeim er með öðrum orðum skítsama um allt nema eigin rass. Þetta hefur ekki breyst frá því að ég man eftir mér, og þó er yfirstaðin hrun og bylting, enduruppgjör, skýrsla, önnur skýrsla og heimsmet í klagi - því hvað er það annað en að klaga þegar hver bendir á annan og enginn kannast við ábyrgð? Svo segja þau (ennþá): það hefur ekkert upp á sig að rannsaka meira, við skulum setja punkt og halda áfram, kvótakerfið - flott kerfi mar, herflugvélar - auðvitað, annað væri atvinnufjandsamlegt, virkjanir - útilokum ekkert... bla bla bla. 

Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu - auðvitað, niðurskurður í félagslega kerfinu - auðvitað, hækka verð á raforku til álvera - ekki vera barnaleg, leyniframlög til stjórnmálaflokka - já já já, þjóðaratkvæðagreiðslur - nei nei nei, persónukjör - enga vitleysu, nýja stjórnarskrá - hmmm ekki nema fjársvelt og í tímaskorti svo við getum pillað við það eftir á, afnám óréttlátra eftirlauna - NEI, lögsækja vanhæfa ráðherra - bara úr hinum flokkunum, endurskoða þingsköp - já (og okkur er alveg treystandi til þess og munum geta þess í hátíðarræðum hvað við erum frábær), hækka skólagjöld - jessss, sameina háskóla - neineinei (það mundi einhver missa bitling), ráða vini sína í embætti - vitanlega, taka málstað skuldara - fokk jú.

Og svo situr Sjálfstæðisstóðið og þegir í fyrsta sinn í tuttugu ár. Allt í einu steinheldur það sér saman - og fylgið eykst og eykst. Ef maður missti orðið félagsleg ábyrgð úr sér fyrir þremur árum síðan safnaðist umsvifalaust SUS, Heimdallur og alls konar óværa í kringum mann og gelti, beit og gólaði. Nú hafa þeir vit á því að þegja - og lýðurinn snýst á sveif með þeim. Skrýtið - nei. Ekki ef miðað er við hvað snillingarnir í ríkisstjórninni láta úr sér á hverjum einasta degi. Tussufínt? Nei. Þeir geta bara hoppað upp í rassgatið á sér - þeir gerðu meira gagn þar alla vega. Og nú ofan í allt saman mæta til vinnu styrkjakóngur og afskriftadrottning eins og ekkert hafi í skorist og svo tala þeir um virðingu alþingis?!? Þau eru nefnilega að fara að vinna að hag þjóðar sinnar. Hvers konar eiginleg bíó er þetta? Sannsöguleg gamanhryllingsmynd?

Svo segja þau þegar hætta er á að dæma eigi drykkjufélaga þeirra á þingi að lögin séu bara vond. Hvað í andskotanum voru þau þá að gera á þingi fram að því? Byggja upp heilbrigt þjóðfélag? Nei. Hver mundi hlusta á innbrotsþjóf sem segði að lögin um eignarrétt séu bara gömul og úrelt? Samband íslenskra innbrotsþjófa? Nei - það er bara hlægilegt, svoleiðis glæpasamtök eru ekki til - en flokkakerfið er orðið að glæpasamtökum með þessum gerningi og það heldur verndarhendi yfir sínum félögum. Og á meðan á þessu stendur eigum við hin að treysta á að þau séu að vinna í okkar þágu! Hvílíkt allsherjar djöfulsins grín!

Nú byrjar enn ein morfískeppnin á alþingi, að því virðist til að vanvirða vinnuveitendur þingmanna og veiða ódýr atkvæði frá þeim fíflum sem alþingismenn halda að almennur borgari í þessu landi sé. Nú er allt í einu ægilega mikilvægt að hlúa að mannréttindum þeirra ráðherra sem stendur til að kæra, en ekkert er minnst á brot á mannréttindum sem er innifalið í kvótakerfinu, og þegar er búið að dæma íslenska ríkið fyrir. Þingmenn allsherjarnefndar "gleymdu" til dæmis að minnast á að það þyrfti að vera mannréttindakafli í nýju stjórnarskránni - kafli sem er #1 í öllum betri nýjum stjórnarskrám. En nú er það svakalega mikilvægt að troða ekki á mannréttindum þeirra sem settu landið í drullusvaðið og lugu alla leiðina í púltið, lugu í púltinu og lugu í sjónvarpsviðtalinu eftir á. Buhuhu. Aumingja eftirlaunasjálftökupakkið. 

Svo er gerð ægilega fín breyting í ráðherrastóðinu. Þessi fer hingað, hinn fer þangað, allir faglegir eru reknir og við sitjum enn einu sinni uppi með fólk sem er algerlega ómenntað hvert í sínu fagráðuneyti sem æðsta vald landsins og fjölmiðlar spyrja ekki í eitt einasta skipti hver fagleg ástæða var fyrir ráðningu þessa fólks sem yfirmanna! Það er ekki nema von að gloríurnar hrannast upp hver af annari - það er að segja það sem ekki er Haarderað. Rosalega hlýtur þetta fólk að hlæja í hvert skipti sem það fær útborgað. Ég er kominn með nóg af þessu. Aftur. Hvað þarf til núna til að þessir starfsmenn okkar fari að haga sér eins og fólk í siðuðu þjóðfélagi? Af hverju getur það ekki bara komið eðlilega og heiðarlega fram? Til hvers eru allir þessir frasar? Fyrir hvað heldur það að það fái borgað? 

Fyrirsögn þessarar greinar er "Vilja þau þjóðinni vel?" - Ég veit hvert mitt svar er.  Ég vil reka þetta fólk og fá heiðarlegt, óflokksbundið fólk í staðinn sem þarf ekki að verja gamlar syndir pólitíkusa sem kenndu þeim öll trixin í bókinni. Ég vil að bókinni sé grýtt út í hafsauga og byrja algerlega frá grunni:

"Einu sinni var hnípin þjóð í vanda..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er fín hugvekja hjá þér Daði. Tek undir flest ef ekki allt

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.9.2010 kl. 00:17

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir þessa frábæru hugvekju, þú kemur hugsunum mínum betur í orð en ég sjálf.  Ég er 100% sammála þessu hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Tek undir síðustu setninguna þína en hvað getum við gert????    Ég vil fá Marinó Njálsson, Egil Jóhannsson, jafnvel Egil Helgason og fl., o.fl. menn og konur sem mér finnast heiðarleg og vilja þjóðinni vel!!!!     Það er bara vandamálið - hvernig????     Getur Borgaraflokkurinn eða Hreyfingin orðið einhver samnefnari fyrir allt sem er andstætt fjórflokknum og rúmað allar pólitískar skoðanir. Ég kaus Borgaraflokkinn síðast til að mótmæla fjórflokknum og ég vil finna eitthvert afl sem sameinar allar pólitískar skoðanir og er ekki samsafn af pólitískur framagosum.     Frjálslyndi flokkurinn er líka valkostur sem er ekki syndum hlaðinn og e.t.v. er t.d. Sigurjón Þórðars. ágætur - ég held alla vega að hann sé heiðarlegur og þá er mikið fengið!    

Það verða kosningar fyrr en seinna og þrjú ár er reyndar ekki svo langur tími ef svo vildi til að stjórnin sæti út kjörtímabilið og það mætti alveg og þarf helst að fara að koma upp eitthvert afl sem gæti ógnað fjórflokknum.

Það þarf að auglýsa eftir heiðarlegu fólki með vit í kollinum og sem vill þjóðinni vel - þá er mér eiginlega sama um annað!     Við getum alveg lifað með eða án ESB en þjóðin á að eiga fiskinn í sjónum og auðlindir á landi(orkuna) sameiginlega og hafa arð af þessu sem allir njóta.    Það er erfitt að koma orðum að þessu en aðalatriðið er að við séum góð hvert við annað og einskis hagur sé fyrir borð borinn!!!!

Bestu kveðjur,

Ragnar Eiríksson,
Lindargötu 15 e.h.,
Sauðárkróki   (það er best að skrifa undir ruglið með með fullu nafni og heimilisfangi!!!)    

Ragnar Eiríksson, 14.9.2010 kl. 00:43

4 Smámynd: Daði Ingólfsson

Já, þetta er ekki andskotalaust Ragnar. Mér finnst aðalatriðið að fólkið sé vel meinandi, klárt og algerlega laust við pólitískar tengingar við fjórflokkinn. Vesenið er að svoleiðis fólk er yfirleitt vant að virðingu sinni og vinnur ekki með hverjum sem er og er ekki tilbúinn í ömurlegan dóm fjölmiðlana, sem lepja hverja æsifréttina upp eftir hverjum sem er nógu sniðugur til að leka óhroða um andstæðinga sína. Fyrir utan auðvitað þá fjölmiðla sem eru með aðra agendu en að upplýsa viðskiptavini sína um það sem er satt og rétt... sem eru flestir fjölmiðlar.

Ég held að ný stjórnarskrá væri góð byrjun. Verst að gammarnir munu rífa hana í sig.

Daði Ingólfsson, 14.9.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég spyr, hvaða gagn er að nýrri stjórnarskrá ef ekki er farið eftir þeirri sem nú gildir?  Mun það breytast þegar ný stjórnarskrá verður að veruleika? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2010 kl. 01:34

6 Smámynd: Ragnar Eiríksson

"Þær eru indælar andvökunæturnar....."  en þó verri svona heima!!!

Þetta er allt rétt hjá þér sem fyrr og e.t.v. verður hún komin - ég sá að Friðrik Hansen Guðmundsson var kominn með boðsmiða frá Nirði Njarðvík!!!     Ég er þó hræddur um að þar fari allt í fjórflokkaþref!    Auðvitað verður níddur niður skórinn af því fólki sem býður sig fram og tíundað að það sé engin stefna í fjölmörgum málum sem er alveg rétt.  En það eru smámál miðað við að geta státað af flekklausum ferli.     Það er aðalmálið ásamt því að hafa glóru í kollinum og talsvert af heilbrigðri skynsemi og að vilja þjóðinni vel.  

Jóna!   Það hlýtur að verða aðalmál næstu ríkisstjórnar að fara eftir lögum  og þá ekki hvað síst stjórnarskránni.    Þetta er þó of snemmt að hafa áhyggjur af - fyrst er að finna hvernig á að finna gott fólk og kom því og meiningunni með framboðinu á framfæri!

Ragnar Eiríksson, 14.9.2010 kl. 05:08

7 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Frábær pistill Daði. Sammála hverju orði. Það var ótrúlegt að hlusta á Sif og Guðlaug í Kastljósi í gær. Mér leið eins og ég væri að horfa á Áramótaskaup eða Spaugstofu. Þegar Sigmar spurði Sif að því af hverju hún ásakaði alltaf annan en talaði aldrei um eigin flokksbræður þá vatt hún kvæði sínu fimlega í kross og fór að tala um Noreg og hvernig þeir hefðu hreinsað til hjá sér. Þau spinna bara útí eitt.

Margrét Sigurðardóttir, 14.9.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband