Dauð þjóð

Í dag skulda ég 2.2 milljónum meira en í gær. Það gerir sonur minn líka og einnig konan mín. Mamma líka, bróðir minn og konan hans auk barna þeirra. Allir vinir mínir á landinu skulda líka 2.2 milljónum meira í dag en í gær, foreldrar þeirra og börn, vinir barna þeirra og allir á leikskólanum. Vinnufélagar mínir skulda 2.2 milljónir í viðbót hver og einn, samstarfsmenn mínir í öðrum fyrirtækjum, allir strákarnir sem ég spila fótbolta með, makar þeirra og allir sem þau þekkja. Fólkið sem keppti fyrir okkar hönd á Ólympíuleikunum skuldar nú 2.2 milljónir meira og allir Íslendingar á smáþjóðaleikunum. Allir íbúar sjávarþorpana sem ég þekki ekkert, bændur, sjúklingar, öryrkjar, sjálfstæðismenn, fimleikafólk og háskólaborgarar - allir eiga það sameiginlegt að skulda sem svarar andvirði nýs smábíls meira í dag en í gær.

Ég segi í dag, en ekki eftir að samningar eru undirritaðir, því nú verður ekki aftur snúið. Þetta er búið. Viðskiptasnilli Björgúlfanna, ævintýraleg hagstjórnarfærni bankastjóra Landsbankans og undraverðir stjórnunarhæfileikar stjórnmálamanna hafa leitt þetta yfir okkur og við sitjum heima í fýlu. Búsáhaldabyltingin er í orlofi, fjölmiðlafólk er svo gott sem dautt (það kallast hlutleysi á tungumáli fávita), bankastjórar og viðskiptajöfrar vilja, en geta ekki koma með auðævi sín til landsins (svo vitnað sé í einn höfuðsökudólginn) og framámenn braska með villur í Ameríku.

Kæru vinir. Það er bannað að upplýsa um skilmála Icesave skuldbindinganna. Það er bannað að upplýsa um stöðu þjóðarbúsins. Stór fyrirtæki komast upp með að skila ekki ársskýrslum. Þjóðin má ekki eignast auðlindir sínar.  Við fáum ekkert að vita, við fáum enga rödd í málinu, við mótmælum ekki.

Við erum dauð þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Til þessara skulda var stofn á sínum tíma með því að með því að treysta stjórnvöldum (þá er ég að tala um Þing, ríkisstjórn, og stofnanir). Rándýr lexía fyrir þjóðina og ætlar sam ekki duga til að vekja nema lítið brot hennar til meðvitundar.

Á meðan fólk tekur ekki þátt og vill að einhverjir aðrir sjái um að stjórna er því refsað á þennan hátt.

Þetta er allt hið sorglegasta. Eins og þú segir, Búsáhaldabyltingin hefur verið í orlofi frá því skipt var um ríkisstjórn eins og það eitt og sér væri nóg. Ég velti því oft fyrir mér eftir það sem hér hefur gengið á hvað þarf til að fólk taki þátt og skilji mikilvægi þess að skipta sér af stjórnmálum, að hafa skoðanir og tjá þær og fylgja þeim eftir?

Frekar en að við séum dauð þjóð erum við þjóð sem er sprelllifandi og hegðar sér eins og kýr sem ganga athugasemdalaust milli bithaganna og mjaltavélanna.  

Sævar Finnbogason, 5.6.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband