6.12.2009 | 21:26
Umsögn um margboðað stjórnlagaþing...
Umsögn um Þskj. 168 152. mál.:Frumvarp til laga um stjórnlagaþing.
(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 20092010.)
Daði Ingólfsson - 6. desember 2009
Hreyfingin telur það aðalatriði í hugmyndinni um stjórnlagaþing að aðkoma stjórnmálaflokka og Alþingis verði sem allra minnst. Það stjórnkerfi sem nú er við lýði hefur ýmist með aðgæsluleysi eða einbeittum vilja brugðist trausti þjóðarinnar, eins og bersýnilega hefur komið fram í skoðanakönnunum síðustu misseri, og það ber að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það vantraust smitist inn í þetta æðsta stjórnsýsluplagg.
Hreyfingin telur mörg alvarleg álitamál órædd í frumvarpi þessu og hefur leitað erlendrar sérfræðiaðstoðar m.a. hjá aðilum sem komu að gerð S-Afrísku stjórnarskrárinnar, og bíður enn niðurstaðna úr því. Þessi athugun kemur m.a. inn á tímaramman sem væntanlegt stjórnlagaþing kemur til með að starfa innan (8-11 mánuðir), sem og fyrirkomulag skipunar á þingið, ráðgefandi eðli þingsins (sbr. 1 gr.), fyrirfram ákveðna fundartíma (sbr. 2. gr), fyrirfram ákveðin umfjöllunarefni (sbr. 3. gr.) og fleira sem reifað er hér að neðan. Hreyfingin gerir þá kröfu að sérfræðingar sem hafa tekið þátt í gerð nýlegra stjórnarskráa verði fengnir til ráðgjafar við gerð þessa frumvarps og að almenningur verði hvattur og gefið tækifæri til að hafa áhrif bæði á frumvarpið og stjórnarskrárþingið sjálft þegar þar að kemur.
Frumvarpið eins og það liggur fyrir fer allt of langt í þeirri viðleitni að skipuleggja starf stjórnlagaþingsins. Það er skoðun Hreyfingarinnar að löggjafarvaldið eigi í engu að segja fyrir um vinnu stjórnlagaþingsins, heldur einungis segja til um tilgang þess (að semja nýja stjórnarskrá), veita til þess fjármagn og aðra aðstöðu og tryggja að almenningur í landinu hafi aðgengi að öllum gögnum bæði í ferlinu og fyrir kosningar um nýja stjórnarskrá. Einnig vantar grein í frumvarpi þessu sem hnykkir á rétti almennings til tillöguréttar.
Athugasemdir við 1. gr.:
Orðskrípið "ráðgefandi stjórnlagaþing" er mótsögn í sjálfu sér. Það er absolút krafa Hreyfingarinnar að stjórnlagaþingið verði ekki ráðgefandi, heldur skili frá sér stjórnarskrá sem kjósa mætti beint um án aðkomu löggjafarvaldsins. Einar eða tvennar kosningar til Alþingis til eða frá eru smáatrið við hliðina á þessari kröfu þar sem um æðsta skjal stjórnskipulagsins er um að ræða. Ef það þarf að blása til Alþingiskosninga fyrr en áætlað er til að gera þetta mögulegt skal það gert.
Athugasemdir við 2. gr.:
Í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpinu er greint frá að tala þeirra sem sátu á Þjóðfundinum 1851 hafi verið hærri en tala fulltrúa skv. þessu frumvarpi. Mun fleiri sátu á austurríska stjórnlagaþinginu og enn fleiri í svissneskum fyrirmyndum. Það er vandséð hvers vegna tala fulltrúa á þessu þingi skuli vera svo lág sem raun ber vitni (25-31 fulltrúar), nema ef það skyldi kalla það röksemd að "með því ætti að nást nokkur [sic.] breiður hópur fulltrúa þjóðarinnar auk þess sem halda má kostnaði í skefjum." Að fá nokkuð breiðan hóp fulltrúa þjóðarinnar er einfaldlega ekki nægilega metnaðarfullt, hvað þá að bera kostnað á borð sem röksemd fyrir takmörkun á fjölda fulltrúa. Leggur Hreyfingin til að fjármunir sem vantar upp á verði sóttir til dæmis í fjárframlög til stjórnmálaflokka á fjárlögum næstu ára, en það stendur ekki til að draga úr þeim skv. frumvarpi um fjárlög ársins 2010.
Það er ekki löggjafarvaldsins að setja stjórnlagaþingi tímaramma né aðrar takmarkanir - eggið skal ekki kenna hænunni. Löggjafarvaldið skal heldur ekki ákveða hvenær stjórnlagaþingið kemur saman né ákveða skipulag sbr. 16. og 17. grein. Því skyldi endurskoða 1. málsgrein verulega og fella aðrar málsgreinar 2. gr. út.
Athugasemdir við 3. gr.
Löggjafarvaldið skyldi ekki tilgreina sérstaklega hvað stjórnlagaþingið taki til umfjöllunar. Það er stjórnlagaþingsins sjálfs að ákveða og leita sér sérfræðiþekkingar þegar það á við. Frelsi stjórnlagaþingsins til að athafna sig og ákveða eigið fyrirkomulag er lykillinn að góðri útkomu í sátt við þjóðina. Því skyldi fella 3. grein alfarið út úr frumvarpi þessu.
Athugasemdir við 4. gr.
Það góða við að halda stjórnlagaþingskosningar samhliða sveitastjórnarkosningum er að þá væri tryggt að stjórnlagaþingið tæki til starfa fljótt, en verði ekki frestað eins og hefð hefur skapast um þegar lýðræðisumbætur bera á góma á Alþingi. Röksemdin um betri kosningaþátttöku hlýtur að falla á jöfnu við þá staðreynd að umfjöllun um sveitastjórnarkosningar mun drekkja umfjöllun um stjórnlagaþing - eða í besta falli að hvort drægi úr mikilvægi hins. Varðandi kostnað skal hér vísað í athugasemd við 2. gr.
Hér skal leitað fanga í reynslu annarra landa og sérfræðinga í blönduðum kosningum af þessu tagi áður en ákvörðun er tekin. Takmörkuð umsögn um 4. grein gefur til kynna að litlar rannsóknir séu hér að baki.
Athugasemdir við 8. gr.
Áttunda grein er sennilega sú mikilvægasta í frumvarpinu enda ýmsar leiðir færar í tilhögun framboða til stjórnlagaþingsins. Sú sem valin hefur verið er ekki rökstudd í umsögn um frumvarpið umfram aðrar leiðir né vísað til fordæma hérlendis né erlendis. Það er hins vegar einsýnt að þetta fyrirkomulag hentar kosningavélum stjórnmálaflokka afar vel og á sama hátt til mikils vinnandi að stjórnmálaflokkar hafi ekki forskot á almennan borgara í þessu tilliti. Það er því tillaga Hreyfingarinnar að valið verði á stjórnlagaþing í stóru slembiúrtaki allrar þjóðarinnar, og meldi fólk sig frá stöðunni frekar en til hennar. Þannig væri sjálfstæði stjórnlagaþingsins hafið yfir allan vafa og tryggt eins og vera má að þverskurður þjóðarinnar tæki þátt. Vinnunni yrði svo stýrt (nb. ekki stjórnað) af sérfræðingum, en lögð skyldi sérstök áhersla á að erlendir sérfræðingar skipi þar veigamikin sess.
Fyrir hönd Hreyfingarinnar
Daði Ingólfsson
(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 20092010.)
Daði Ingólfsson - 6. desember 2009
Hreyfingin telur það aðalatriði í hugmyndinni um stjórnlagaþing að aðkoma stjórnmálaflokka og Alþingis verði sem allra minnst. Það stjórnkerfi sem nú er við lýði hefur ýmist með aðgæsluleysi eða einbeittum vilja brugðist trausti þjóðarinnar, eins og bersýnilega hefur komið fram í skoðanakönnunum síðustu misseri, og það ber að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það vantraust smitist inn í þetta æðsta stjórnsýsluplagg.
Hreyfingin telur mörg alvarleg álitamál órædd í frumvarpi þessu og hefur leitað erlendrar sérfræðiaðstoðar m.a. hjá aðilum sem komu að gerð S-Afrísku stjórnarskrárinnar, og bíður enn niðurstaðna úr því. Þessi athugun kemur m.a. inn á tímaramman sem væntanlegt stjórnlagaþing kemur til með að starfa innan (8-11 mánuðir), sem og fyrirkomulag skipunar á þingið, ráðgefandi eðli þingsins (sbr. 1 gr.), fyrirfram ákveðna fundartíma (sbr. 2. gr), fyrirfram ákveðin umfjöllunarefni (sbr. 3. gr.) og fleira sem reifað er hér að neðan. Hreyfingin gerir þá kröfu að sérfræðingar sem hafa tekið þátt í gerð nýlegra stjórnarskráa verði fengnir til ráðgjafar við gerð þessa frumvarps og að almenningur verði hvattur og gefið tækifæri til að hafa áhrif bæði á frumvarpið og stjórnarskrárþingið sjálft þegar þar að kemur.
Frumvarpið eins og það liggur fyrir fer allt of langt í þeirri viðleitni að skipuleggja starf stjórnlagaþingsins. Það er skoðun Hreyfingarinnar að löggjafarvaldið eigi í engu að segja fyrir um vinnu stjórnlagaþingsins, heldur einungis segja til um tilgang þess (að semja nýja stjórnarskrá), veita til þess fjármagn og aðra aðstöðu og tryggja að almenningur í landinu hafi aðgengi að öllum gögnum bæði í ferlinu og fyrir kosningar um nýja stjórnarskrá. Einnig vantar grein í frumvarpi þessu sem hnykkir á rétti almennings til tillöguréttar.
Athugasemdir við 1. gr.:
Orðskrípið "ráðgefandi stjórnlagaþing" er mótsögn í sjálfu sér. Það er absolút krafa Hreyfingarinnar að stjórnlagaþingið verði ekki ráðgefandi, heldur skili frá sér stjórnarskrá sem kjósa mætti beint um án aðkomu löggjafarvaldsins. Einar eða tvennar kosningar til Alþingis til eða frá eru smáatrið við hliðina á þessari kröfu þar sem um æðsta skjal stjórnskipulagsins er um að ræða. Ef það þarf að blása til Alþingiskosninga fyrr en áætlað er til að gera þetta mögulegt skal það gert.
Athugasemdir við 2. gr.:
Í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpinu er greint frá að tala þeirra sem sátu á Þjóðfundinum 1851 hafi verið hærri en tala fulltrúa skv. þessu frumvarpi. Mun fleiri sátu á austurríska stjórnlagaþinginu og enn fleiri í svissneskum fyrirmyndum. Það er vandséð hvers vegna tala fulltrúa á þessu þingi skuli vera svo lág sem raun ber vitni (25-31 fulltrúar), nema ef það skyldi kalla það röksemd að "með því ætti að nást nokkur [sic.] breiður hópur fulltrúa þjóðarinnar auk þess sem halda má kostnaði í skefjum." Að fá nokkuð breiðan hóp fulltrúa þjóðarinnar er einfaldlega ekki nægilega metnaðarfullt, hvað þá að bera kostnað á borð sem röksemd fyrir takmörkun á fjölda fulltrúa. Leggur Hreyfingin til að fjármunir sem vantar upp á verði sóttir til dæmis í fjárframlög til stjórnmálaflokka á fjárlögum næstu ára, en það stendur ekki til að draga úr þeim skv. frumvarpi um fjárlög ársins 2010.
Það er ekki löggjafarvaldsins að setja stjórnlagaþingi tímaramma né aðrar takmarkanir - eggið skal ekki kenna hænunni. Löggjafarvaldið skal heldur ekki ákveða hvenær stjórnlagaþingið kemur saman né ákveða skipulag sbr. 16. og 17. grein. Því skyldi endurskoða 1. málsgrein verulega og fella aðrar málsgreinar 2. gr. út.
Athugasemdir við 3. gr.
Löggjafarvaldið skyldi ekki tilgreina sérstaklega hvað stjórnlagaþingið taki til umfjöllunar. Það er stjórnlagaþingsins sjálfs að ákveða og leita sér sérfræðiþekkingar þegar það á við. Frelsi stjórnlagaþingsins til að athafna sig og ákveða eigið fyrirkomulag er lykillinn að góðri útkomu í sátt við þjóðina. Því skyldi fella 3. grein alfarið út úr frumvarpi þessu.
Athugasemdir við 4. gr.
Það góða við að halda stjórnlagaþingskosningar samhliða sveitastjórnarkosningum er að þá væri tryggt að stjórnlagaþingið tæki til starfa fljótt, en verði ekki frestað eins og hefð hefur skapast um þegar lýðræðisumbætur bera á góma á Alþingi. Röksemdin um betri kosningaþátttöku hlýtur að falla á jöfnu við þá staðreynd að umfjöllun um sveitastjórnarkosningar mun drekkja umfjöllun um stjórnlagaþing - eða í besta falli að hvort drægi úr mikilvægi hins. Varðandi kostnað skal hér vísað í athugasemd við 2. gr.
Hér skal leitað fanga í reynslu annarra landa og sérfræðinga í blönduðum kosningum af þessu tagi áður en ákvörðun er tekin. Takmörkuð umsögn um 4. grein gefur til kynna að litlar rannsóknir séu hér að baki.
Athugasemdir við 8. gr.
Áttunda grein er sennilega sú mikilvægasta í frumvarpinu enda ýmsar leiðir færar í tilhögun framboða til stjórnlagaþingsins. Sú sem valin hefur verið er ekki rökstudd í umsögn um frumvarpið umfram aðrar leiðir né vísað til fordæma hérlendis né erlendis. Það er hins vegar einsýnt að þetta fyrirkomulag hentar kosningavélum stjórnmálaflokka afar vel og á sama hátt til mikils vinnandi að stjórnmálaflokkar hafi ekki forskot á almennan borgara í þessu tilliti. Það er því tillaga Hreyfingarinnar að valið verði á stjórnlagaþing í stóru slembiúrtaki allrar þjóðarinnar, og meldi fólk sig frá stöðunni frekar en til hennar. Þannig væri sjálfstæði stjórnlagaþingsins hafið yfir allan vafa og tryggt eins og vera má að þverskurður þjóðarinnar tæki þátt. Vinnunni yrði svo stýrt (nb. ekki stjórnað) af sérfræðingum, en lögð skyldi sérstök áhersla á að erlendir sérfræðingar skipi þar veigamikin sess.
Fyrir hönd Hreyfingarinnar
Daði Ingólfsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.