Hlutdræg fegurð

Það er eitthvað óumræðilega fallegt við að hugsa sér mann í jakkafötum sitjandi á trébekk, innilokaður á bak við rimla - horfandi í gaupnir sér. Á veggjunum eru teikningar eftir aðra glæpamenn (mikið til portrett af kynfærum) og skilaboð á borð við "löggufíbbl" og "rassgat".

Hann er reiður. Honum finnst á sér brotið. Nú á að gera mann að blóraböggli. Hugsar engin til þess að maður á börn? Djöfulsins amatörar. Lúserar. Bara svekktir í að hafa ekki fengið að vera með... andskotinn.

Heima situr konan. Einhvers staðar aftan í gráum afkimum hugarfylgsnanna leynist hugsunin ... gerði hann þetta? En restin af heilanum leitar að öðrum sökudólgum - eigendur bankans, stjórnarmenn, stjórnvöld, helvítis almenningur sem tók bara lán og lán og lán og vill nú hengja einhvern.

Börnin halda með pabba.

Mikið er þetta allt hrikalega hrikalega sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Á þessum sama bekk og jakkafatamaðurinn sefur, eru venjulega vistaðir góðkunningjar lögreglunnar, menn sem lögreglan hjálpar um húsaskjól.  Þegar þeir eru hirtir upp af götunni í allskonar ástandi..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 518

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband