2.9.2010 | 23:09
Stjórnlagaþing - líka fyrir fjölmiðla
Síðastliðinn laugardag var haldið málþing í Skálholti um efnið "Hvernig verður góð stjórnarskrá til?". Þar var mætt valinkunnugt sómafólk sem ekki hefur verið hægt að berja áhugann á nýrri stjórnarskrá úr ennþá. Haldin voru fróðleg erindi og unnið í hópum þess á milli. Mættust þar lærðir og leikir, ungir og ungir í anda til að auka skilning sinn á fyrirbærinu og ekki síður til að leggja sitt á vogarskálarnar í umræðunni. Til að gera langa sögu stutta voru þarna komið einvala lið stjórnarskrárnörda í stórfenglegri umgjörð Skálholts á yndislegum haustdegi til að bítta.
Hópavinnan var svo með endemum áhugaverð að undirritaður skráði sig í tvo hópa af fjórum, en endaði svo með að vera í hinum tveimur. Umræðuefnin í hópavinnunni voru eftirfarandi:
- Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða?
- Samráð við þjóðina
- Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði?
- Rammi um innihald stjórnarskrár
Allt afar mikilvæg umræðuefni og því fór fjarri að nokkur hlutur hafi verið ræddur í botn. Umræðuefnin eru enda bæði óteljandi innan þessara flokka, og hvert og eitt í sjálfu sér þar að auki tilefni til sérstaks þings. Fyrir nú utan alla þá flokka sem ekki voru ræddir. Það var sérstaklega áhugavert að innihald stjórnarskrárinnarn tilvonandi var nánast ekkert rædd. Heldur einungis ramminn utan um hana, hvernig staðið ætti að gerð hennar og hverju hún gæti hugsanlega áorkarð.
Eftir fundinn fóru hópstjórar yfir niðurstöður hópana, og það var fyrst þá sem maður áttaði sig á fáránlegu umfangi umræðuefnisins. Það tók hópstjórana klukkustund að romsa á ógnarhraða úr sér helstu punktunum sem höfðu komið upp, slepptu nauðugir mörgu og afsökuðu lítilræðið, eins og kellingin sem bara bauð upp á sautján hnallþórur með kaffinu. Að því loknu dró formaður stjórnlagaþingsnefndarinnar ályktun af þinginu og svo sleit rektor þessu þingi, enda var farið að rjúka svoleiðis upp úr hausunum á spekingum samkomunnar að ólíft þótti innivið.
Nú er kannski ekki sérlega áhugavert að telja upp nöfn þeirra sem mættu - þeir vita það sem þar voru, og mun það nóg. Hitt er aftur vænna að íhuga hverjir það voru sem ekki mættu, og mun ég gera mér mat úr því hér, en tek fram að þegar ég skrifa hér orðið maður, þá á ég við bæði kynin, geng sem sagt út frá því að konur séu menn:
- Enginn þingmaður
- Sár skortur á fjölmiðlamönnum
- Enginn úr ungliðahreyfingu stjórnmálaafls
- Enginn með framavonir í hinum svokallaða fjórflokki (Ragna Árnadóttir er góðfúslega undanskilin þessari skilgreiningu)
Ekki það að ég saknaði stjórnmálamanna eða -kandídata sérstaklega - tel reyndar að þeir væru óæskilegt kompaní í þessari umræðu þar sem umræðuefnið er núverandi eða verðandi valdastrúktúr þeirra sjálfra. En áhugaleysi þeirra er hins vegar sláandi - sérstaklega þar sem ég veit að póstur til kynningar á málinu var sendur öllum þingmönnum - innan frá þinginu sjálfu.
Áhugaleysi fjölmiðla og fjölmiðlafólks er líka sorglegt. Ég vona heitt að þetta gefi ekki vísbendingar um þá umræðu sem verður um þjóðfundinn og stjórnlagaþingið, hvað þá stjórnarskrárbreytingarnar sjálfar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um - en það fer alla vega ekki mikið pláss í þessi mál eins og stendur. Það væri hrikalegt ef þetta mál yrði kæft í kjaftæði um keisarans skegg í fjölmiðlum og æsispennandi kosningabaráttu, sem snérist um hvort þessi eða hin sjónvarpsþulan eða líkamsræktarfrömuðurinn kæmist á þingið... en hættan er vissulega til staðar í þjóðfélagi þar sem litlir fjármunir eru til vandaðrar fréttamennsku, og fréttamenn þar að auki nánast undantekningalaust undir fallöxi trúverðugleika miðilsins sem þeir vinna hjá, hvort sem það er verðskuldað eða ekki.
Til að ný stjórnarskrá sem Íslendingar geta verið stoltir af verði til þarf vandaða umfjöllun. Fjölmiðlar bera gríðarlega ábyrgð hér. Það má ekki vera áhlaupsverkefni í eitthvað slot í fréttatíma fyrir ofhlaðna fréttamenn, heldur vönduð umfjöllun manna sem hafa kafað ofan í málið og skoðað frá öllum sjónarhornum. Það var það sem málþingið í Skálholti bauð upp á, og það var tækifæri sem fjölmiðlarnir misstu af.
Það er því mín einlæg von að framhald verði af þessum fundi í Skálholtsskóla, og að sem flestir sjái tækifæri í að nýta sér það - ekki sér sjálfum til yndisauka, dægrarstyttingar eða framdráttar, heldur til að leggja í púkkið og stuðla að því að auka meðvitund landans í framhaldinu á málinu sem öllu skiptir í framtíð þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var auðvitað strax minntur á að Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður hafði verið viðstödd! Satt og rétt. Hef þó ekki heyrt um þetta í neinum miðli. Getur einhver bent mér á eitthvað?
Daði Ingólfsson, 2.9.2010 kl. 23:22
Mæltu manna heilastur Daði.
Það hlytur þar að auki að vera skylda ríkismiðlana að standa fyrir vandaðri umfjöllun um þessi mál.
Aðalheiður Ámundadóttir, 2.9.2010 kl. 23:58
Það voru þarna einhverjir núverandi og fyrrverandi blaða/fréttamenn en mér skildist á þeim að þau væru ekki þarna að vinna heldur á öðrum forsendum, þeas. áhuga á málefninu. Enda hefur ekkert verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Ríkisútvarpi allra landsmanna ber þó siðferðisleg skylda til þess að fara að vakna af þyrnirósarsvefninum.
Baldvin Björgvinsson, 3.9.2010 kl. 04:31
Ég skammast mín ekki lítið fyrir að hafa ekki getað mætt, en ég var með gesti utan úr heimi hjá mér, það hefur raskað öllu skipulagi hjá mér síðustu vikur. Það er gaman að heyra af þessu samt, þakka færsluna.
Áhugaleysi pólitísku stéttarinnar sýnir nokkuð ljóst hvar þau standa í þessu máli. Það að stjórnlagaþingið sé ráðgefandi frekar en sjálfstætt þýðir að pólitíska stéttin mun hafa sinn tíma til að karpa um þetta innbyrðis eftir að "helvítis skríllinn" er búinn að ljúka sér af.
Ég er þó hissa á ungliðunum, enda myndi maður hafa haldið að stuttbuxnadeildir sæu sér tækifæri í að senda sínar björtustu vonir til framboðs í þessu til að afla sér reynslu í vernduðu umhverfi.
Minna hissa er ég þó á fjölmiðlunum. Segir í bókinni Shantaram að vitrir menn ræða um hugmyndir, meðalmenni ræða um atburði, lítilmenni ræða um fólk. Stjórnarskrárumræður eru hugmyndavinna frá A-Ö, hreinræktaður vettvangur fyrir skynsamlega umræðu. Fjölmiðlar landsins (og raunar fjölmiðlar víða) hafa þó haldið sig við að ræða bara um fólk. Hefði einhver hneykslanleg persóna mætt á málþingið (Ragna Árnadóttir er góðfúslega undanskilin þessari skilgreiningu) og farið mikin, þá hefði án nokkurs vafa myndast fjölmiðlafár.
Smári McCarthy (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 08:18
Þetta var flott málþing, ég var reyndar bara í einum hóp, en þar voru allavegna 5 blaðamenn (ekki mikið starfandi heyrðist mér), Lögfræðingar, sendiherra og ráðuneytis maður ásamt fleirum, (þekki kki aðra hópa).
En mikið vona ég líka að framhald verði fanst þetta frekar skilvirk vinna, utan þess að þótt útrúlegt sé þurfti maður að standa í að "sannfæra" suma um að Mannréttindi væru æskilegur GRUNN þáttur í stjórnarskrám, ótrúlegt en satt ekkert um Mannréttindi í átta punta leiðbeiningum í Lögum um Stjórnlagaþing !
Einig vakti Formaður nefndarinnar Guðrún Pétursdóttir mikla furðu mína fyrir það fyrsta hvað er hún að gera þarna ?
Sagðist vera Húsmóðir í Árbæ, sem vissi ekki hvað ásig stóð veðrið er hringt var í hana og beðin að leiða nefndina, fór þá að lesa smá í Stjórnarskrá, og sá þörfina, nefndi síðan að grein 1-6 snérust um Forsetan og hvernig hann afsalaði sínum völdum ?????????? (sennilega ekki lesið stjórnarskrána, og enþá föst í Fjölmiðlafrumvarpi 2005 er Stjórnlaganefnd var set Forsetanum til höfuðs), annað vakti furðu mína í hennar lokaávarpi, "að ekki þyrfti að óttast framboðÞingmanna og stjórnmálamanna" veit manneskjan ekki að þingmenn eru ekki kjörgengir ? gerir hún sér ekki grein fyrir að Fjórflokkurinn er hagsmunagæsluaðili "from hell", gerir hún sér ekki grein fyrir að fjórflokkurinn MUN standa á bakvið "sína" menn til að koma inn áhrifum ? eða sem líklegra er að Guðrún reynir vísvitandi að afvegaleiða staðreyndir varðandi "Hagsmuna framboð til Stjórnlagaþings", það setndur í Lögunum að Þingmenn bjóða sig EKKI fram !
en við vitum vel að td Davíð Oddson, Kjartan Gunnarson, Björgúlfur Thor, Jón Ásgeir, Jón Baldvin, Ingibjörg Sólrún, Líú, SI, SA og XD, XS eru Kjörgeng í heild sinni utan Þingmanna !
Meira að segja er Haraldur Ríkislögreglustjóri, Ráðuneytisstjórar, Kjörgengir ! ásamt Spaugstofunni !
GretarEir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 08:40
Mér hefur reyndar fundist vera nokkur áhugi fjölmiðla á nýrri stjórnarskrá, getur verið að þetta hafi ekki verið kynnt nægilega vel?
En þetta var fínt málþing, gott framhald eftir "mini þjóðfundinn" í vor og vonandi verður haldið áfram.
Ef ég má hafa tvær skoðanir á aðkomu stjórnmálaflokkanna, þá er auðvitað mjög mikilvægt að þetta verði stjórnarskrár þjóðarinnar ekki atvinnu stjórnmálamanna. En að sama skapi er nauðsynlegt að heyra þeirra raddir eins og annarra.
Valgarður Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning