Verkalýðsforystan lemur í borðið

Mér var nóg boðið þegar kom upp að bankastarfsmenn, og sér í lagi stjórnendur banka, þurfi nú að fara að greiða lánin sín eins og fólk sem aldrei hefur starfað í banka, og hefur því ekki hugmynd um hversu flókið og mikil ábyrgð það er. Það var nógu slæmt eitt og sér, en þegar grandvar formaður stéttarfélagsins VR (Virðing, Réttlæti), hann Gunnar okkar Páll Pálsson er vændur um að þjóna hagsmunum annarra en hans eigin félagsmanna er mér nóg boðið. Og þó hann þiggi örfáar milljónir fyrir það ómerkilega viðvik að gefa stjórnendum banka og öðrum starfsmönnum eftir sárafáa milljarða í skuldir breytir það ekki því að hér er án nokkurs vafa talsmaður launþega sem ekki má vamm sitt vita.

Þessu til staðfestingar verður að koma fram að Gunnar boðaði trúnaðarmenn VR til fundar við sig með örfárra klukkustunda fyrirvara (það er alger firra að halda því fram að það hafi verið gert til að enginn gæti undirbúið sig) til að sýna þeim fram á að hann sé frábær gæi með allt sitt á þurru. Stjórn VR tók auðvitað vel í röksemdir gæðings síns og endað með því að sú lýðræðislega kosningaraðferð "klapp" var notuð til að samþykkja ályktun fundarins. Svo voru fundarmenn beðnir um að segja ekkert við fjölmiðla - en ekki af því að þeir væru ekki nógu viti bornir til að hafa eigin skoðanir á hlutunum, heldur vegna þess að það var mikilvægt að standa saman. Allir vita að samstaða er mikilvægari en sannleikur - um það verður ekki tekist á hér. 

En mikilvægast er að Gunnar er og verður talsmaður okkar launþega. Hans prívatkjör og setur í ráðum fyrirtækja úti í bæ eru ekki okkar mál og við þurfum að læra að halda okkur á mottunni. Hann var bara að vernda 60 milljarðana sem hann hafði keypt með okkar peningum í fyrirtækinu sem hann sat í stjórn í. Nú er nóg komið af því að leita að sökudólgum; lítum í eigin bar - mundir þú kannski segja nei við 550.000 kr. fyrir að mæta á tvo stutta fundi í mánuði - með fríu gosi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daði Ingólfsson

Höfundur

Daði Ingólfsson
Daði Ingólfsson
Höfundur er vongóður um að þetta sé allt að stóru leyti misskilningur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • thjodfundur-nidurstodur Page 9web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 8web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 7web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 6web
  • thjodfundur-nidurstodur Page 5web

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 468

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband