30.3.2009 | 12:45
Kæra atkvæði - erindi til þín frá flokkakerfinu
Nú líður að því að þú leggir lóð þitt á vogarskálarnar, eins og gerist alla jafna einu sinni á fjögurra ára fresti. Ég vil nota tækifærið til að þakka þér þitt síðasta verk 12. maí 2007, og óska þér góðrar hvílda fram á 2013, strax og næsta viðviki er lokið. Ég veit að ég er að vekja þig af værum blundi, það átti ekki að vera þörf fyrir þig fyrr en eftir tvö ár, en því miður hafa nú utanaðkomandi aðstæður þvingað mig til að fá þína vottun á ný. Því langaði mig til að fara yfir málin með og útskýra fyrirkomulagið, sem er hannað til að auka hugarró og valda þér sem minnstu raski.
Síðustu áratugina hef ég þróað og fínslípað aðferðir til að stýra samfélaginu okkar með það að meginmarkmiði að létta þér og þínum lífið. En til að þær virki, þarf ég þó starfsfrið. Til dæmis er augljóst að ég get ekki unnið að velferð þinni ef sífellt eru að koma ný framboð með nýjar meiningar; minnihlutahópar sem ekkert vilja frekar en að rjúfa starfsfriðinn og efna til uppþota. Þess vegna hef ég búið til reglur sem veita mér einu fjármagni - sem gagnast til dæmis í kosningabaráttu við næstu kosningar. Og svo þú missir ekki svefn yfir að ég hafi ekki úr nógu að moða í þessu árferði, get ég róað þig með því að ég skar ekki krónu niður í framlagi til mín sjálfs á fjárlögum. Ég fæ nákvæmlega það sama í ár og í fyrra 371.500.000 kr. Skar bara oggulítið meira niður í heilbrigðis- og menntamálum í staðinn.
Kerfið virkar þannig að flokkar sem eru í sama liði á hverjum tíma, í stjórn eða stjórnarandstöðu, álíta samstarfsflokka sína góða en hina vonda. Flokkarnir eru hver um sig sameinuð og sterk rödd, en þar er þó líka pláss fyrir allar skoðanir, þó bara svo lengi sem þær heyrast ekki. Til að halda meðlimum hamingjusömum eru haldnir stórir fundir, fólk skipað í nefndir og ráðið í embætti. Vitanlega er einungis hæfasta fólkið valið, en sérstaklega er passað upp á að ættartengsl og flokkshollusta standi ekki vegi fyrir hæfum embættismannaefnum. Minni spámenn meðal flokksmeðlima fá vingjarnlegt klapp á bakið. Þessu fylgir vitanlega að ég er með mitt fólk í öllum opinberum embættum sem einhverju máli skipta sem er mjög þægilegt fyrirkomulag fyrir mig. En vitanlega eru það svo aðeins fáir sem taka allar raunverulegar ákvarðanir. Flokksmeðlimir mæna upp til stjórnar flokksins, stjórn flokksins mænir upp til þingmanna hans, þingmenn mæna upp til ráðherra og ráðherrar mæna upp til forsætisráðherra. Hann ræður svo öllu, en auðvitað með vinalegu samráði við forsætisráðherra hins flokksins í stjórn sem líka er forsætisráðherra, bara tímabundið kallaður öðrum titli til aðgreiningar.
Þannig hef ég komið því fyrir að vinsælasta fólkið innan raða flokkana fær að taka allar ákvarðanir fyrir alla landsmenn. Þeir sem hafa komið sér upp flestum vinum innan síns flokks ráða. Frábært og einfalt kerfi, og fýlupokar sem ekki vilja klappa neinum á bakið eiga enga möguleika að komast að. Því verður flokksstarfið eitt samfellt klapp á bakið, sem gerir það ánægjulegt og upplífgandi. Þar lærum vil líka að klappa mönnum sem eiga peninga á bakið og bingó þeir gefa okkur svolítið af peningunum sínum í staðinn. Vinsælasta fólkið fær líka hæstu stöðurnar með hæstu launin og mest völd. Það er alþýðlegt og með þeim hætti er öruggt að æðstu stjórnendur þjóðarinnar hafa í mesta lagi meðalþekkingu á málaflokknum, enda er það undantekning ef viðkomandi hefur viðeigandi menntun að baki. Sannkallaður þverskurður af þjóðinni. Því þarf þetta góða fólk að nota fyrstu árin í embætti til að koma sér inn í hlutina og alls ekki sanngjarnt að ætlast til að það geri neitt að viti fyrr en eftir fimm ár í það minnsta sem svarar þeim tíma sem það tekur að klára meistaragráðu í háskóla; krafa sem gerð er á nánast alla sem ráðnir eru í stjórnunarstöður í hinum vestræna heimi.
Ég veit hvað þú ert að hugsa núna. Er þetta ekki of mikið álag á þetta aumingja fólk, sem er að bisa við að gera landið okkar að betri stað og þegnana hamingjusamari? Örvæntu ekki. Ég passa að þingmenn og ráðherrar fái eins mikið frí og þeir vilja. Til dæmis fengu þeir þriggja vikna jólafrí fyrir skömmu til að sinna fjölskyldum sínum og hugðarefnum. Þeir fá líka langt sumarfrí og páskafrí og frí til að fara í réttir og alls konar önnur frí sem ekki er sanngjarnt að veita öðru fólki. Ráðherrarnir okkar og þingmenn fá meira að segja svo mikið frí, að margir hverjir eru í öðrum vinnum líka! Til dæmis hafa sumir verið meðfram í fullri vinnu í borgarstjórn, stjórnum fyrirtækja, stjórn stofnana eða svolítilli kennslu. Svo hafa þeir þar að auki nægan tíma til að sinna fjármálaveldi sínu og sinna nánustu ef svo ber undir.
Jæja elsku atkvæði. Afsakaðu aftur ónæðið. Helst vildi ég búa til kerfi sem tryggði að ég þyrfti aldrei að vekja þig. En til er fólk í þessum heimi sem vill koma hlutunum þannig fyrir að ég geti ekki verndað þig. Því vildi ég bara minna þig á að þú ert æðislegt og ég mun veita þér allt bara að þú fellur fram og tilbiður mig bara einu sinni á fjögurra ára fresti.
Þitt næstu fjögur árin:
Flokkakerfið
Síðustu áratugina hef ég þróað og fínslípað aðferðir til að stýra samfélaginu okkar með það að meginmarkmiði að létta þér og þínum lífið. En til að þær virki, þarf ég þó starfsfrið. Til dæmis er augljóst að ég get ekki unnið að velferð þinni ef sífellt eru að koma ný framboð með nýjar meiningar; minnihlutahópar sem ekkert vilja frekar en að rjúfa starfsfriðinn og efna til uppþota. Þess vegna hef ég búið til reglur sem veita mér einu fjármagni - sem gagnast til dæmis í kosningabaráttu við næstu kosningar. Og svo þú missir ekki svefn yfir að ég hafi ekki úr nógu að moða í þessu árferði, get ég róað þig með því að ég skar ekki krónu niður í framlagi til mín sjálfs á fjárlögum. Ég fæ nákvæmlega það sama í ár og í fyrra 371.500.000 kr. Skar bara oggulítið meira niður í heilbrigðis- og menntamálum í staðinn.
Kerfið virkar þannig að flokkar sem eru í sama liði á hverjum tíma, í stjórn eða stjórnarandstöðu, álíta samstarfsflokka sína góða en hina vonda. Flokkarnir eru hver um sig sameinuð og sterk rödd, en þar er þó líka pláss fyrir allar skoðanir, þó bara svo lengi sem þær heyrast ekki. Til að halda meðlimum hamingjusömum eru haldnir stórir fundir, fólk skipað í nefndir og ráðið í embætti. Vitanlega er einungis hæfasta fólkið valið, en sérstaklega er passað upp á að ættartengsl og flokkshollusta standi ekki vegi fyrir hæfum embættismannaefnum. Minni spámenn meðal flokksmeðlima fá vingjarnlegt klapp á bakið. Þessu fylgir vitanlega að ég er með mitt fólk í öllum opinberum embættum sem einhverju máli skipta sem er mjög þægilegt fyrirkomulag fyrir mig. En vitanlega eru það svo aðeins fáir sem taka allar raunverulegar ákvarðanir. Flokksmeðlimir mæna upp til stjórnar flokksins, stjórn flokksins mænir upp til þingmanna hans, þingmenn mæna upp til ráðherra og ráðherrar mæna upp til forsætisráðherra. Hann ræður svo öllu, en auðvitað með vinalegu samráði við forsætisráðherra hins flokksins í stjórn sem líka er forsætisráðherra, bara tímabundið kallaður öðrum titli til aðgreiningar.
Þannig hef ég komið því fyrir að vinsælasta fólkið innan raða flokkana fær að taka allar ákvarðanir fyrir alla landsmenn. Þeir sem hafa komið sér upp flestum vinum innan síns flokks ráða. Frábært og einfalt kerfi, og fýlupokar sem ekki vilja klappa neinum á bakið eiga enga möguleika að komast að. Því verður flokksstarfið eitt samfellt klapp á bakið, sem gerir það ánægjulegt og upplífgandi. Þar lærum vil líka að klappa mönnum sem eiga peninga á bakið og bingó þeir gefa okkur svolítið af peningunum sínum í staðinn. Vinsælasta fólkið fær líka hæstu stöðurnar með hæstu launin og mest völd. Það er alþýðlegt og með þeim hætti er öruggt að æðstu stjórnendur þjóðarinnar hafa í mesta lagi meðalþekkingu á málaflokknum, enda er það undantekning ef viðkomandi hefur viðeigandi menntun að baki. Sannkallaður þverskurður af þjóðinni. Því þarf þetta góða fólk að nota fyrstu árin í embætti til að koma sér inn í hlutina og alls ekki sanngjarnt að ætlast til að það geri neitt að viti fyrr en eftir fimm ár í það minnsta sem svarar þeim tíma sem það tekur að klára meistaragráðu í háskóla; krafa sem gerð er á nánast alla sem ráðnir eru í stjórnunarstöður í hinum vestræna heimi.
Ég veit hvað þú ert að hugsa núna. Er þetta ekki of mikið álag á þetta aumingja fólk, sem er að bisa við að gera landið okkar að betri stað og þegnana hamingjusamari? Örvæntu ekki. Ég passa að þingmenn og ráðherrar fái eins mikið frí og þeir vilja. Til dæmis fengu þeir þriggja vikna jólafrí fyrir skömmu til að sinna fjölskyldum sínum og hugðarefnum. Þeir fá líka langt sumarfrí og páskafrí og frí til að fara í réttir og alls konar önnur frí sem ekki er sanngjarnt að veita öðru fólki. Ráðherrarnir okkar og þingmenn fá meira að segja svo mikið frí, að margir hverjir eru í öðrum vinnum líka! Til dæmis hafa sumir verið meðfram í fullri vinnu í borgarstjórn, stjórnum fyrirtækja, stjórn stofnana eða svolítilli kennslu. Svo hafa þeir þar að auki nægan tíma til að sinna fjármálaveldi sínu og sinna nánustu ef svo ber undir.
Jæja elsku atkvæði. Afsakaðu aftur ónæðið. Helst vildi ég búa til kerfi sem tryggði að ég þyrfti aldrei að vekja þig. En til er fólk í þessum heimi sem vill koma hlutunum þannig fyrir að ég geti ekki verndað þig. Því vildi ég bara minna þig á að þú ert æðislegt og ég mun veita þér allt bara að þú fellur fram og tilbiður mig bara einu sinni á fjögurra ára fresti.
Þitt næstu fjögur árin:
Flokkakerfið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.