Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.4.2007 | 22:50
Orðræða biðarinnar
Þegar ég opna skilningavit mín í því einkennilega samfélagsástandi sem hefur verið kallað "kosningabarátta" fyllist ég alltaf von um að nú ó nú segi einhver eitthvað. Ég verð undantekningalaust fyrir vonbrigðum.
Það er vitað mál að stjórnmálamenn nota fyrst og fremst orðræðu sem er hættulaus fyrir þá og það djobb sem þeir vonst til að fá. Það er fyndið frá því að segja, en umræður á alþingi geta verið talsvert meira krassandi en þetta endalausa kosningamoð sem einkennist mest af bið. Bið eftir að stjórnarliðar taki ábyrgð á gjörðum sínum - eins og td. þátttöku Íslendinga í Íraksstríðinu - bið eftir að stjórnarandstaðan nái að snúa á stjórnina með einhverri snilldarlegri málfærslu, bið eftir að Frjálslyndir segi sem þeim finnist, að Ísland eigi eksklúsíft að vera fyrir aría, bið eftir að einhver tali af sér, bið eftir að einhver hætti þessu dæmalausa moði og segi eitthvað sem lendir utan þessarar vel skilgreindu orðasúpu sem stjórnmálamenn veiða upp úr. Daglegt orðafar eins og td. "djöfull er mér kalt" eða "ég get ekki mætt því litli sonur minn er með niðurgang" mundi fá mann til að sperra eyrun eins og um byltingu hugans væri að ræða. Pælið aðeins í því!
Hins vegar eru gjaldgeingar orðsambandaælur eins og "ég vísa þessum dylgjum alfarið á bug", "ég get ekki tekið afstöðu til málsins að svo stöddu" og "Málið er í góðum farvegi og niðurstaðna að vænta frá nefnd innan fárra mánaða" fullkomlega gjaldgengar. Seinni tvær setningarnar þýða hins vegar á mannamáli "ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala, þó ég ætti að vita það starfs míns vegna, en ég skal spyrja formanninn hvað ég á að segja og láta það leka fljótlega". Semsagt enn eitt dæmi um þessa endalausu bið sem við venjulega fólkið látum yfir okkur ganga. Ekkert af þessu á svo erindi í raunveruleikanum því niðurstöðurnar eru aldrei í takti við hvað viðkomandi telji bestu hugmyndina, heldur hvað passar best að segja undir þessum kringumstæðum. Og svo er skitið á kjósendur undireins og kosningum lýkur, eins og sannaðist best eftir síðustu kosningar þegar launahækkanir alþingismanna dúkkuðu upp meðan leifar af sjónvarpssmikninu voru ennþá á vöngum sigri hrósandi handhafa biðlauna næstu fjögurra ára.
Því kýs ég þetta árið frekar Rockstar eða Kambodias next top model í viðtækinu mínu. Það er alla vega töluvert meiri raunveruleiki í því - og mestu tafir sem maður lendir í er biðin eftir að auglýsingarnar taki enda... kosningaauglýsingarnar í augnablikinu.
Um bloggið
Daði Ingólfsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar